- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
310

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

310

Fl.jót og ár.

í^jórsá hjá Sóleyj arhö f ða og fara sandinn austan ár.
Höfði einn gengur þar út i ána að austanverðu, gulleitur
af mosa, er Pjórsá breið mjög ofan til við höfðann og eru
þar i henni eyjar og sandhólmar, en vaðið er beint undan
höfðanum.1) Ekkert vað er á fjórsá frá Sóleyjarhöfða niður
að Nautavaði hjá Pjórsárholti, og eru þó 11—12 milur á
milli. Frá Arnarfelli niður að Sóleyjarhöfða eru um tvær
mílur, en hálfa milu fyrir norðan vaðið rennur Miklakvisl
i Pjórsá að vestanverðu, hún kemur undan Arnarfellsjökli
nærri Nauthaga, og Blautakvisl nokkru vestar, hún fellur
i Pjórsá gagnvart Sóleyjarhöfða. Pá erKnifá á
Fjórðungs-sandi og svo Kisá sunnan við Fjórðungssand, hún sprettur
upp norðan við Kerlingarfjöll og er allmikið jökulvatn
Fyrir sunnan hana er Kjálkaver og þar er
Kjálkavers-foss i Pjórsá. Svo er Miklilækur og Dalsá, sem er
æðimikið vatnsfall og kemur úr Kerlingarfjöllum; þar rennur
Svartá i Pjórsá að austan, norðan við Búðarháls, en svo
eru að vestan Gljúfurá og Skúmstungnaár tvær gengt
Búðarhálsi, en sumian við hann kemur að austan Tungná,
rnikið vatnsfall, hérambil eins stórt og Þjórsá sjálf.

Tungná kemur undan Skaftárjökli á 2200 feta hæð
yfir sjó, og er 13 milur á lengd, rennur hún lengi til
suð-vesturs fram með Tungnárfjöllum, en beygir snögglega við
enda þeirra til norðurs, vesturs og norðvesturs. Tungná
er nokkuð vatnsmikil þegar hún kemur undan jökli. og
niður með öllum Tungnárfjöllum rennur litið i hana, ekkert
að vestan sem neinu nemur, en að austanFossá ogSandá
i Faxasundum og neðst Kirkjufellsós, sem
Jökuldala-kvislir koma saman við. Yið enda fjallgarðsins, þar sem
krókurinn er á Tungná. kemur i hana stutt en
allvatns-mikil jökulá að sunnan. hún heitir Námskvisl og kemur
úr Jökulgili i Torfajökli. Par við norðurkrók Tungnár er
Krókavað nærri Snjóöldu, og er þar oft bleytuhætt, annað
vað er neðar, sem heitir Kvislavað, þai eru i Tungná tveir

Magnús Grírasson: Lýsing á Sprengisandi í Nýjum
Félags-ritum VIII, 1848, bls. 53—66. Par segir vel frá vegi og ám.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0324.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free