- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
336

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

84-4

Stöðuvötn.

vaxa. Surman og vestan í Berufjörð rennur Fossá niður
Fossárdal. hún er ströng og stórgrýtt, en er oftast riðin á
fjörum fyrir neðan klettahaft, sem iokar m^mni dalsins.
Þvínæst kemur Hamarsá, er rennur út i Hamarsfjörð, hún
er vatnsmikil og fær nokkurn jökullit af kvislum, sem i

y _ _ i ’

hana falla frá Prándarjökli. I Alftafjörð norðan til rennur
Geitheilnaá niður Geithellnadal, hún er og allmikið
vatns-fall með jökullit, þvi i hana falla kvislir úr Prándarjökli,
þar á meðal jökulgilið Sunna; í Geithelinaá eru viða fossar
og gljúfur i dalnum, er hún brýzt i gegnum berghöft og
klettabrikur. Sunnar i Alftafjörð rennur Hofsá, hún kemur
undan Hofsjökli úr smávötnmn við jökulröndina, i henni
eru lika margir fossar, meðal annara Stórifoss, og undir
honum hellir.

VI. Stöðuvötn.

A íslandi eru mörg vötn, en flest eru þau smá, hin
stærstu, Pingvallavatn og Pórisvatn, eru aðeins tæpar tvær
ferhyrningsmilur að flatarmáli, hvort um sig. Lægðir þær
eða trog, sem vötnin eru i, hafa myndast á 3’msan hátt, við
landsig, jökianúning, eldsumbrot o. s. frv. Vötnin hafa fá
verið rannsökuð til hlitar, og vita menn þvi enn litið um
eðli þeirra flestra, dýpi og annað. Mjög mikill mismunur
er á dýpi vatna, sum eru svo grunn, að þau eru væð, önnur
eru mjög djúp (Pingvallavatn 58 faðmar, Lagarfljót lika 58

r

faðmar), en yfirleitt eru þó fá djúp vötn á Islandi. Uppi
á öldumynduðum öræfum nærri jöklum er afrensli stundum
litið fyrir allan þann vatnsaga, sem frá skriðjöklunum sigur,
þar eru því oft vatnaklasar nærri, og yfirleitt mun vatn
i mörgum stöðuvötnum beinlinis eða óbeinlinis vera frá
jöklum runnið. Pó stundum sé alllangt bil milli vatnanna
og jöklanna, þá hafa þau aðrensli þaðan gegnum hraun og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0350.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free