- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
335

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ar í Múlasýslum.

335

Ej7vindará og ýmsar fleiri. Grímsá er mest, hún rennur
um Yelli i Lagaríijót, kemur úr Skriðdal, og myndast af
tveim ám, sem báðar koma ofan af Exi, Geitá úr
Likár-vatni, Múlaá úr Odáðavatni, hún rennur siðar gegnum
Skriðuvatn. Lagarfijót fellur til sævar um miðjan
Héraðs-sand, og er ósinn um hundrað faðmar á breidd og mjög
djúpur. E’aðan liggur gljá með sandinum suðaustur i
Sel-fljót, sem fellur til sævar um Unaós, það myndast af sam-

r

rensli Núpsár og Gilsár, rennur Selfijót á Uthéraði
jafn-hliða Lagarfljóti og er allvatnsmikið; i það falla margar
smáar þverár austan úr fjallgarðinum og heitir ein Jökulsá,
sem kemur úr Dyrfjöllum.

I fjarðahéruðunum eystra eru eðlilega engar stórár, þvi
aðdragandinn er litill, en þar eru margar smáár, sem viða
falla bratt með mörgum fossum, en þegar kemur suður fyrir
Stöðvarfjörð fara árnar að lengjast, þvi þá breikkar fyrst
fjallgarðurinn, og sameinar sig siðan aðalháiendinu. I öllum
vikum og fjörðum milli Héraðsfióa og Breiðdalsvikur eru
straumharðar smáár og fjallagil i hverri skoru, er þá oftast
stærsta áin kölluð »fjarðará«. 1 Borgarfirði er töluvert
undirlendi, þar heitir aðaláin Fjarðará eða Staðará, i hana
rennur Þverá, hún kemur niður eystri dalinn af
Desja-mýrarafrétti og heitir þar Skúmhattará. I Loðmiuidarfiröi
heitir aðaláin lika Fjarðará, og rennur hún niður
Bárðar-staðadal, en Hrauná hefir norðar skorið sér djúpan
farveg gegnum hið einkennilega Loðmundarhraun. í
Seyðisfjörð renna Yestdalsá og Fjarðará með ýmsum
snotrum fossum, i botn Mjóafjarðar rennur ennþá
einFjarð-ará, og háir fossar eru þar i giljum, sem að henni liggja,
t. d. í Prestagili, og viðar eru Fjarðarár svokallaðar,
stund-um eru þær kendar við nafn fjarðarins t. d. Norðfjarðará,
Stöðvará o. s. frv. Hvergi eru verulegt undirlendi eða
vatns-miklar ár fyr en suður i Breiðdal, þar rennur Breiðdalsá
um syðri dalinn, hún kemur úr litlu vatni uppi á
Breiðdals-heiði, i hana rennur Norðurdalsá, allvatnsmikil á úr nyrðri
dalnum, og i hana aftur Tinnudalsá. Breiðdalsá er
vatns-mikil og lygn, og i henni fossinn Beljandi. Pegar kemur
suður fyrir Berufjörð fara dalirnir að lengjast og árnar að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0349.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free