- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
363

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Veiðivötn.

363

Sunnar ern Breiðuvötn og Nýjavatn með sérstökum
lækjum til Yatnakvislar. Öll þessi vötn, sem talin voru,
eru fyrir austan Yatnakvisl, en nokkur smærri vötn eru lika
fyrir vestan hana. Einsog nafnið ber með sér er mikil
silungsveiði i vötnum þessum, þó er það mjög mismunandi
hve mikil veiðin er i vötnunum, enda er það eðlilegt, þvi
jurtalif og dýralif er allmikið við sum þeirra, en við sum
eru gróðrarlaus öræfi og vikrar, einsog t. d. við Stórasjó,
enda hafa menn ekki orðið varir i þvi vatni. Yeiðina stunda
menn helzt af Landi og stundum iir Skaftártungu, en
yfir-leitt mun veiðin vera litt notuð, enda er langt þangað að
sækja og Tungná oft mikill farartálmi. Miðklasi vatnanna
nærri Tjaldvatni og Skálavatni er vel lagaður fyrir
veiði-skap, kvislar renna úr einu vatni i annað, gróður er þar
viða mikill af vatnaplöntum, þar er hraunbotn með ótal
glufum og fylgsnum, og alt landslag töluvert svipað þvi
sem er við Mývatn, þar er mikið af smáum vatnadýrum,
mýlyrfum, skötuormum og vatnabobbum. Yikurnar og vikin
á þessum vötnum eru full af slýi, þau eru bogadregin og
brydd stör og sefi, þar bullar viða upp vatn á botninum.
Mýbit er oft mikið við vötnin og mikið af fuglum, öndum.
lómum, heimbrimum, og kriuvarp og andavarp er þar
töluvert. Hagar eru þar dálitlir fyrir hesta. en graslaus
öræfi alt i kring.

Norður og norðvestur af Yeiðivötnrrm eru einhver hin
ljótustu öræfi hér á landi, eintórnir bláleitir gjallsandar eða
roksandar rneð einstöku móbergshrvggjum og eldgígum.
hraun alstaðar undir og varla nokkursstaðar stingandi strá.
A þessum öræfum er stórt vatn, sem kallað er Pórisvatn
fl884’), eitt hið stærsta vatn á íslandi, það mun vera 21 2
mila á lengd og !/2—3/4 nrílu á breidd1) Yatnið slagar
liklega latrgt upp i T^ingvallavatn hvað stærðina snertir.
Móbergsfjöll (22—2800 feta há) liggja sunnan og austan að
fó risvatni, og er Póristindur nærri vesturerrda þess. Yestur-

’) Nákvæma vissu um stærð vatnsins er eigi liægt að fá, |>ví
Pórisvatn er ómælt; þetta er aðeins ágizkuu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0377.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free