- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
9

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jöklar.

9

Hafurseyjar og Höfðabrekku, beint á Hjörleifshöfða og klaufst
um hann og svo á sjó út, stóðu jakarnir á 40 faðma dýpi
og þar myndaðist nes út í sjóinn af jökum, grjóti, sandi og
aur. A einum jakanum var klettur eins hár og »stærsta
kirkja í Mýrdal, þó hún stæði upp á endann.« 1823 hinn
26. júni gaus Katla og jökullinn hljóp, aðalhlaupið fór
vana-legan veg milli Höfðabrekku og Hafurseyjar, en önnur íióð
með jakaburði ilæddu yfir Mýrdalssand beggjamegin við
Alftaver. Mýrdalssandur breyttist töluvert, hækkaði, og
jökulk\áslar og farvegir urðu aðrir en fyr, I Alftaveri urðu
allmiklar skemdir og bærinn Bólhraun lagðist í eyði. Yið
seinasta Kötlugos 1860 hinn 8. mai voru hlaupin i minna
lagi, fyrsta hlaupið skiftist um Hafursey, rann nokkuð af
þvi niður farveg Múlakvislar, en nokkuð fór austur i Skálm,
miðhluti Mfrdalssands var auður, síðar fóru þó önnur
smá-lilaup yfir sandinn miðjan; i hlaupum þessum jókst
sandur-inn milli Kerlingardalsár og Hjörleifshöfða sumstaðar 400
faðma út á við; hlaupin tóku af grasbrekkur austan undir
Höfðabrekkufjalli og skemdu engjar og haga á nokkrum
bæum i Alftaveri.

r

A seinni árum hefir mest kveðið að hlaupum úr
Skeið-arárjökli og þau hafa verið alltið. Pau munu oftast, að
minsta kosti hin stærri, hafa orsakast af eldsumbrotum i
Yatnajökli, nálægt Hágöngum og Grænavatni, eða ef til vill
annarstaðar. Hér skal aðeins getið nokkurra hlaupa á
] 9. öld. Arið 1812 talar E. Henderson um Skeiðarárhlaup1)
og sjálfsagt hafa mörg hlaup orðið fyrri hluta aldarinnar,
þó það hafi eigi verið fært i letur. Sumarið 1819 var
Skeiðarárjökull ókyr mjög og hlaupasamur.2) 1838 var
Skeiðará alt vorið þur, en í júnímánuði snemma ruddist
hún fram með miklu jökulfióði. Pá varð lika vart við
ösku-fall og miklir jarðskjálftar voru á Norðurlandi.3) 1852 var
órói i Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli.4) Sumarið 186 1

E. Henderson: Iceland, I, bls. 267.

2) Klausturpósturinn II, bls. 190.

3) Fjölnir V. 2. bls. 9.

4) Noröri I. bls. 8. Ný tíðindi I. bls. 65.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free