- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
25

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Langiökull.

25

og eru smáfell mörg í kringum það og hraun milli þeirra
Baldjökull sfcefnir þaöan beinfc til suðvesturs og eru brúnir
undirfjallanna beinar og sléttar að ofan, en eigi
jafnbratt-ar niður að sléttu, á þeim eru 3 eða 4 hjallar eða þrep,
aðalefni fjallanna er móberg, en ofaná hverju þrepi er hraun
og efst á undirfjöllunum nær hraun þetta alveg upp i
jök-ul og sýnist vera mjög fornt. Svo virðist sem fjöllin hafi
klofnað i langar ræmur, er hafa sokkið, svo að stallarnir
mynduðust; heíir umbylting þessi orðið eftir að hraunið
rann, sprungurnar eru jafnhliða og stefna frá enda
Lykla-fells á giga þá, suður við jökulrönd, sem Hallmundarhraun
hefir runnið frá. Petta mikla hraun þekur hér alt hálendið
milli Langjökuls og Eiriksjökuls, en takmarkast að austan
af hinum beinu undirhliðum Baldjökuls, á þvi svæði
norð-antil eru engir skriðjöklar sjáanlegir, en þegar sunnar
dreg-ur, ganga smájöklar niður, einkum i jökulkrókinn við
Flosa-skarð. Má fá góða útsjón yfir þá af Þrístapafelli i
hraun-inu. Af fellinu blasir við norðvesturrönd Langjökuls, þar
er hið efra óslitnar, mjallahvitar hjarnbungur og hvergi
dökkur dill, nema lítill tindur hátt uppá jökli, sem kallaður
er Bláfell, snælinan mun vera hérumbil 3000 fet yfir sjó,
en skriðjöklar ganga langt niður fyrir hana; þeir sjást 9
alls frá Pristapafelli og eru tveir þeirra stórir, en sjö smáir.
Syðsfcur þeirra er Flosajökull, allstór, sem gengur niður i
Flosaskarð, fyrir sunnan nvrðra vatnið. Fyrir norðan
Flosa-jökul eru 5 fell i rönd Langjökuls, að mestu kafin i snjó,
milli þeirra ganga niður fjórir smájöklar; um þetta svæði
er há bunga á jöklinum, en norður af henni tekur við slakki
og þar gengur stór jökull niður, sem heitir
Pristapajök-u 11, hann er flatur og breiður og nær alveg niður i hraun,
mun rönd hans vera 2000 fet yfir sjó, stór jökulalda liggur
með brún lians og hliðaröldur langt upp i Langjökul beggja
megin. Par fyrir norðan eru undirfjöllin snjóminni. þar
ganga þrír smájöklar niður og eru stórar fannir á við og
dreif milli þeirra. Aðaljökullinn fer nú að hækka aftur og
er Baldjökull norður úr samanhangandi hvel eða bunga með
litlum halla. Sjálfan hájökulinn hefir enginn kannað, nema

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free