- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
46

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

46 Jöklar.

Hið stórhrikalega fjall-lendi við austurenda Yatnajökuls
(I. bls. 167) er mjög litt kunnugt. þó hafa þar sézt ýmsir
smájöklar. sem ganga niður i gljúfur og dali. Niður i
Skyndi-dal ganga tveir skriðjöklar og kemur Skyndidalsá úr þeim.
Uppi á Sauðhamarstindi norðanverðum er hjarnjökull
sérstakur og ganga þaðan niður smáir skriðjökulsoddar -T
snælinan liggur hér 3000 fet yfir sjó. Fvrir norðan
Sauð-hamarstind gengur jökull niður i Lambatungur. þaðan
renn-ur Lambatungnaá niður i Jökulsá i Lóni. nokkru norðar
er annar skriðjökull miklu stærri, sem heitir
Axarfells-jökull, hann gengur niður að gljúfrum Jökulsár. beint á
móti Tröllakróki og skilur Axarfell hann frá
Suðurfjalls-jökli. Xorðan við þessa jökla er hjarnbunga og
norðvest-an við hana enn þá einn falljökull, sem gengur niður
und-ir Geldingafell sunnanvert og niður i botn Yesturdals, þar
hefir Jökulsá upptök sin.

Xálægt Vatnajökli eru nokkrir sérstakir jöklar allstórir,
sjálfstæðir á sérstökum fjöllum, þeir eru nokkurskonar
undir-borgir aðaljökulsins og hafa fiestir eða allir einhverntima
verið áfastir við hann. A hálendinu norður af Yatnajökli
er Snæfell1) alkunnugt. það mænir hátt yfir öll öræfi þar
nyrðra og er mikið fjall og tignarlegt; það ris upp af
hálsa-röð þeirri, sem heita Ujófahnúkar, en þeir ganga innundir
Vatnajökul, milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls. Snæfell
(5808k) er auðsjáanlega gamalt eldfjall með allstórri
jökul-húfu að ofan, sem þó breytist allmikið eftir árferði. Niður
úr jökulhúfunni ganga nokkrir skriðjökulstangar og eru
tveir stærstir að norðaustan; undan hinum nyrðra rennur
mórauður jökullækur og fyrir neðan hann eru stórar
hraungrvtishrúgur, sem jökullinn heíir ekið á undan sér.
Pjófahnúkar voru i ágúst 1894 nærri alveg snjólausir, þó
eru þeir 3—4000 feta háir.

Skamt frá austurhorni Vatnajökuls er Hofsjökull i
Lóni og gljúfradalir miklir á milli. Hofsjökull hvilir á
blágrýtisfjöllum milli Hofsdals og Viðidals og er hjarnbreið-

’) I. bls. 168-169.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0058.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free