- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
114

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

114

EldfjölL.

fefc 3Tfir sævarmáli, i honum er rautfc gjall og hraunmolar
og þvermál hans er á að giska 100 faðmar; nærri þessum
gig eru ýms lægri skálmynduð eldvörp, en aðalgigirnir eru
fjórir og stefna gigaraðarinnar N. 5°Y. Berserkjahraun nær
á tveim stöðum að sjó, fyrir austan Bjarnarhafnarfjall og
við Hraunfjörð. Hraunið er apalhraun, ilt yfirferðar og
eigi fært hestum nema nærri sjó, þar sem braut hefir verið
rudd; sagan segir, að berserkir hafi gjört þenna veg og
voru sviknir siðan og drepnir.1) Austan við Drápuhliðarfjall,
vestan við Alftafjörð, hefir Svelgsárhraun runnið niður,
það kvað hafa komið úr stórum gig uppi við Jötunfell og
hefir runnið i allbreiðri bunu niður hliðina, og i hinum
efri hluta hraunsins kvað vera margir hraunhellrar, pipur
og gjár; hraunið er litið gróið, nema hvað grámosi er þar
hér og hvar.

Suður og austur af Snæfellsfjallgarði eru vms allstór
hrauD, i Hnappadals- og Mýrasýslum, en fiest eru þau enn
ókönnuð. Hinn breiði Hnappadalur er mestallur fullur af
hraunum, einkum fyrir austan Haffjarðará.
Bauðamels-kúlur heita þar gígir fcveir, hinn vestri gigurinn, fyrir ofan
Ytri-Rauðamel, er 405 fet á hæð yfir hraunið i kring, hann
er allur úr rauðu gjalli; hraunið er mjög hátt og sprungið
og á þvi gjallnabbar óteljandi, svo það sýnist ofan af
kúl-unum einsog þýft tún, en hroðalegar sprungur eru alstaðar
milli þessara smáhóla. Gigurinn er opinn til austurs og
ummál hans að ofan á að gizka 4—500 álnir, tveir oddar
eða þúfur eru efst á gígröndinni og hin nyrðri hærri.
Hinu-megin við Haffjarðará, i stefnu til suðausturs, er önnur
eld-kúla minni; fyrir ofan Syðri-Rauðamel, og uppi undir
Kolbeinsstaðafjalli. austanvert i dalnum, er stór gigur
ólögu-legur i sömu stefnu, þar heita Rauðhálsar. Haffjarðará
rennur um Rauðamelsln-aunin, mitt á milli eldborganna.
Fyrir ofan þessa eldlinu er uppi i Hjiappadalnum gígur,
sem heitir Gullborg, frá honum hefir runnið sérstakt hraun
um mikið svæði, upp að Hliðarvatni; úr Rauðhálsum hefir

’) Eyrbyggja saga. Rvík. 1895, bls. 61-63.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free