- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
155

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skaftárgígir.

155

og gjallhrúgum, sem bendir á. að hraun haíi runnið þar i
vatn, liklega i fjörð þenna. I Landnámu er ekki getið um
neinn bæ í Landbroti, en á 12. öld er allmikil bygð komin
þar, sem sést á máldögum fyrir kristbú i Dalbæ og á
Upp-sölum i Landbroti.1) Allir bæir i þeirri sveit standa í
hraun-röndinni eða undir henni, en ekki uppi i hrauninu og sýnast
þar þó jafngóð bæjarstæði og jafngrösugt viða. en þegar
bæirnir voru bygðir, hlýtur hraunið enn að hafa verið
gróðrar-litið, en fiatlendið fyrir neðan, sem nú var laust við
jökul-kvíslarnar, var óðum farið að gróa upp. Alveg samskonar
f3Trirbrigði sjást nú á Brunasandi. Fyrir gosið 1783 var þar
auðn ein, gróðurlausir sandar. aurar og jökulkvislar,
mynd-aðar af Hverfisfljóti, en þegar hraunið rann þar niður, hvarf
jökulvatnið af sandinum og hann fór að gróa upp, nú eru
þar graslendi mikil og slægjulönd og 5 bæir. Eftir að
Eld-gjárhraunin voru runnin, liklega nálægt 930, hafa
Meðal-land og Landbrot farið að gróa upp, og var þá eðlilegt að
þar væri komin bygð 2—300 árum síðar.

Skaftárgígir. Hin mikla gigaröð, sem hraunflóðin
stóru runnu úr 1783, liggur austan Skaftár og hefir nærri
sömu lengd og alveg sömu stefnu einsog Eldgjá (X. 40° A.).
Gigaröðin hefst við fjallið Hnútu, sunnan við Varmárdal,
nærri Skaftá, og gengur þaðan norðaustur með hálsaöldum
þeim. sem heita Ulfarsdalssker, upp i fjallið Laka og svo
þaðan með sömu stefnu beint upp í jökul Syðstu gigirnir
standa i 1600 feta hæð yfir sjó, hinir nyrztu á 2000 feta
hæð. Gígirnir eru einsog vanalega gerist ýmislega lagaðir,
bollar og stampar úr gjalli og hraunmolum, standa stundum
þétt, stundum með bili á milli, sumir aflangir, sumir
kringl-óttir og oftast eitt eða tvö op eða hlið á gigbauginum, þar
sem hraunið hefir runnið útúr. Flestir gigirnrr eru 100—
150 feta háir, sumir lægri og einstöku gigir hærri, alt að
300 fetum. Liklega eru eldvörpin hérumbil hundrað að tölu.
Gigirnir eru auðsjáanlega misgamlir. eldsprungan hlýtur því
að hafa gosið einhverntíma fyrir 1783, þó umbrotin þá hafi

’) Dipl. Island. I, bls. 192-199.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0167.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free