Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Skaftárhraun.
157
Eystri kvíslin rann niður dal Hverfisfljóts, niður á
Bruna-sand, hún er 5 mílur á lengd frá jökli, en hvergi breiðari
en mila. Alt hraunið, sem vall upp úr jörðunni 1783, tekur
yfir rúmar 10 ferh. milur og er sumstaðar afarþykt; það
fylti alveg Skaftárgljúfur, sem voru 5 mílur á lengd og að
minsta kosti 4—500 fet á dýpt, og rann út af báðum
börmum1).
Skaftárgosin, eða Síðueldar, sem þau stundum eru kölluð,
eru hin langmestu gos á Islandi, sem sögur fara af, og höfðu
þau afarmikil áhrif á hag manna og sögu landsins um lok
18. aldar, þvi af þeim leiddi hallæri og fjárfellir um gjörvalt
land, manndauði mikill og allskonar eymd og volæði. Pá
voru kölluð »Móðuharðindi« af móðu þeirri og eldmistri,
sem lengi hélzt i lofti um alt laud2). Snemma i maimánuði
1783 urðu memi varir við gos i sjó fyrir Reykjanesi og 1.
júni fundust harðir jarðskjálftakippir í
Vestur-Skaftafells-sýslu, og morguninn hinn 8. júni sást gosmökkur mikill
koma upp f}Trir norðan Siðuna; daginn eftir fór Skaftá að
þverra og 10. júni þornaði hún alveg upp nema
bvgða-vötnin. sem i hana runnu; hinn 12. kom eldurinn fram úr
Skaftárgljúfri með ógnar brestum og undirgangi og breiddist
um gömlu hraunin, milli Skaftártungu og Skálarfjalls. Hinn
13. júni rigndi ösku og steinhárum og svo mikilli ólyfjan
að mönnum lá við öngviti, en grös sölnuðu og fuglar i
lofti og silungar i vötnum drápust. Hinn 16. júni tók af
jarðirnar A og Nes, og þrem dögum siðar tók eldurinn
höfuðrás og stefndi á Meðallandið; tók þá af á þrem dögum
Hólma, Hólmasel, Botna og Fljóta. Hinn 29. júni kom enn
ógurlegt eldflóð út úr gljúfrinu og skiftist það siðan i þrjá
arma. rann hinn vestasti niður farveg Landár og niður i
Kúðafljót og stansaði fyrir ofan Leiðvöll, við það stifluðust
r
A uppdráttum í Geografisk Tidskrift XII, 1894 hefi eg sýnt
út-breiðslu eldri og yngri hrauna í Vestur-Skaftafellssýslu.
’) Eg hefi í Safni til sögu Islands IV. bindi látið prenta „Skýrslur
um Skaftárgosin 1783"; þar er ítarlega sagt frá gosum þessum og
vísa eg til þess.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>