- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
165

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ódáðahraun.

165

urðu rnargir að flytja sig úr Öræfum i Suðursveit og
Fljóts-hverfi, en fluttu aftur er jarðirnar fóru að lagast.

Odáðahraun, á hálendinu fyrir norðan Yatnajökul, á

3500 til 1600 feta hæð yfir sjó, er langstærsta hraunbreiða
i

á Islandi og tekur yfir 67 ferh. milur, þegar hraunin á
Mý-vatnsöræfum eru talin með, en þau eru beinlinis áframhald

r

af Odáðahrauni til norðurs1). Frá Yonarskarði norður fyrir
Skógamannafjöll, er hraunið 19 milur á lengd, en breiðast
er það fyrir norðan Dyngjufjöll, 7 milur, en uppi við
Yatna-jökul, milli Skjálfandafljóts og Kistufells, er það aðeins 4

r r

milur á breidd. Ur vesturrönd Odáðahrauns hafa allstórar
kvislir runnið til vesturs og norðurs niður árdældirnar, sem
ganga niður að Skjálfandafljóti, stærstu kvislirnar hafa
fallið niður með Hrauná og Krossá og svo Frambruni niður
í Bárðardal norðan við Sandá. Undir hrauninu og milli
hraunkvislanna eru alstaðar forn, isnúin grágrýtishraun.
Hraunið vestan við Trölladyngju og Dyngjufjöll heitir F r
am-bruni, en hraunslétturnar norðan við Dyngjufjöll, milli
þeirra og Mývatnsfjalla, Utbruni. Pegar litið er yfir hraun
þessi frá Dyngjufjöllum, má glögt sjá takmörk þeirra;

r

Frambruni er svartur, Utbruni gráblár og liklega yfirleitt
f

eldri. Odáðahraun nær alveg niður að Svartárvatni og
hefir fylt vatnið að sunnan ; þar austur af liggur hraunröndin,
nokkuð fyrir sunnan Sellandafjall, að suðurhölum Bláfjalla;
hraun hefir runnið um Heilagsdal norður úr og hnýtist

r

Odáðahraun þar saman við Mývatnshraunin fyrir vestan
Námufjall og Búrfellshraunin fyrir austan Námufjall.
Búr-fellshraunin ná norður að Sandbotnafjöllum, suður af
Jör-undi og Hrafntinnuhrygg, og eru áföst við hraunin á
Mý-vatnsöræfum, þau hraun ná á nokkru svæði austur að
Jök-ulsá, en fyrir norðan Hrossaborg dragast þau frá henni.
Við fellin norðaustur af Grafarlöndum fjarlægisthraunröndin
ána og melar og grágrýtishraun myncla þar vik upp í hin
nýrri hraun, austan við norðurenda Herðubreiðarfjalla. Við

*) Útbreiðsla hraunanna á þessu svæði, einsog annarstaðar á
Is-landi, sést bezt á Jarðfræðisuppdrætti mínura.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free