- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
224

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220

Hverir og laugar. 224

I Hálsasveit eru margir hverir, en þó flestir hjá
Norður-Reykjum, þeir liggja allir i langri röð frá norðri til
suð-urs1), er þar fjöldi af sjóðandi hveraaugum og allstórum
hverum, einn þeirra heitir Dynkur og annar Strokkur, hann
gýs 1-—17« alin og hefir áður gosið 3—4 álnir. Vk eru
laugar við Stóraás, Suddu og Klett og tveir hverir hjá
Hurðarbaki, ennfremur er laug með 73° hita hjá
Siðu-múla, norðan Hvitár i Hvitársiðu, og ber hverahrúður þar
vitni um meiri jarðhita til forna. í Mýrasýslu eru annars
fáar laugar og litlar, i Hnappadalssýslu er laug við
Haf-fjarðará, nærri Kolviðarnesi, og á Snæfellsnesi er hvergi
laug nema við Lýsuhól, hiti hennar var 1890 aðeins 34^/a0.
en 1810 35V20, laugar þessarar er getið i Sturlungu2). Þar
hafa einhverntima verið miklir hverir, þvi þar er
hvera-hrúðursbreiða 150 faðma löng, sem tekur yfir 7—8
dag-sláttur að flatarmáli. I Dalasýslu eru hvergi heitar
upp-sprettur nema Laugar i Sælingsdal, þær voru mikið
notaðar til böðunar i fornöld og eru oft nefndar í
sög-unum3).

r

A Breiðafirði eru víða hverir og laugar, sumar á
sævar-botni, sumar i skerjum og eyjum. Langmest kveður að
uppsprettum þessum i Oddbjarnarskeri, þar er vellandi
hver uppúr steinboga á útfallsfjörum og hefir það verið
aðalvatnstökubrunnur sjómanna á skerinu, og hafa þeir
geymt vatn úr honum milli strauma, þvi hverinn kemur
ekki upp nema um stórstraumsfjöru. Hverinn er fulla
hundrað faðma frá aðalskerinu og kemur vatnið uppúr litilli
glufu og rennur strax í sjó, dýptin er tvær álnir og
út-renslið niður á við um tvö göt, sem tveir blýtappar hafa
verið settir i til forna, við það hefir vatnið hækkað i
gluf-unni, svo hægt var að ná i það. Norðan með
Oddbjarn-arskeri liggja, frá vestri til austurs, Laugasker, og á þeim

’) Antlvari XVII, 1891, bls. 35-36.
s) Sturlunga. Oxf. II, bls. 147.

3) Laxdæla. 1895, kap. 33, bls. 89, kap. 39, bls. 115. Sturlunga I,
bls. 48, 54, 62, 197, 306.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0236.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free