- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
250

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

250

t t
Islenzkar bergtegundir.

grýti tekur yfir helming landsins, Austurland, Norðurland
og Yesturland að miklu leyti; bergtegund þessi kemur
þar alstaðar fram með bröttum hliðum og hömrum, hvert
tröllahlaðið ofan á Öðru, oft 2—3 þúsund fet upp úr sjó.
Um Austfirði er blágrýti aðalefni allra fjalla, norðan frá
Bakkaflóa og Langanesi suður að Breiðamerkurjökli. A

Austfjörðum er þó meira af liparitblettum, innskotslögum

t

og göngum en annarstaðar á Islandi. Blágrytið hverfur

hér eins og i öðrum landshlutum inn undir molaberg há-

lendisins, sem takmarkar blágryti Austfjarða að vestan og

gengur i breiðu belti alla leið niður að sjó milli Finna-

fjarðar og Skjálfanda; á þvi svæði eru eintómar nýjar

eldgosamyndanir hátt og lágt i fjöllum, frá Ishafi suður i

Yatnajökul. Vestan við Bárðardal hefjast aftur brött blá-

grýtisfjöll, sem taka yfir alt Norðurland i bygðum, en

þegar suður á hálendið dregur, eru þar lika viðast þykkar

isaldarurðir ofan á og grágrýtishraun með fáeinum mó-

t

bergsskerjum og eyjum upp úr. I hinum instu gljúfrum
hinna lengstu dala á Norðurlandi skiftast viða á lög af
blágrýti, grágrýti, hnullungabergi og móbergs-samryskju.
Yestfirðir eru sundurklofið blágrýtishálendi, en eigi þekkja
menn þar neinar móbergs- eða þussabergsmyndanir ofan
á blágrýtinu. Klofningsnes milli Gilsfjarðar og
Hvamms-fjarðar, er lika úr blágrýti, og basalt er lika
aðalbergteg-und á Snæfellsnesi, þó mikil tilbreyting sé þar af öðrum
yngri jarðmyndunum; en yzt á nesinu er blágrýtið sokkið
undir sævarmál. Fjöllin upp af Mýrasýslu og Borgarfirði
eru aðallega úr blágrýti og ganga hamralögin þar eins og
annarstaðar inn undir þykkar molabergsmyndanir á
há-lendinu. Fyrir sunnan Esju i Mosfellssveit hverfur
blá-grýtið, þá taka við hinar miklu móbergsmyndanir á
Suður-landi, og i þeim sést blágrýti aðeins á smáköflum, aldrei
i samanhangandi fjallahópum.

Móbergsmyndanirnar eru mjög sundurleitar að aldri
og efni, en eru þó allar samsettar af ýmsu molabergi með
ýmsu útliti. Að sunnan nær móbergsmyndunin frá
Breiða-merkurjökli vestur fyrir Reykjanes og er þar nærri suður-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0262.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free