- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
267

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Móberg. 267

á ýmsum aldri landsins, hið elzta er liklega frá pliocene,
sumt er frá isöldu, sumt yngra. Enn eru menn ekki
full-komlega búnir að gjöra sér grein fyrir þessum myndunum,
þær eru sjálfar mjög grautarlegar, og eins er margt af þvi,
sem um þær hefir verið ritað. Yiða á Suðurlandi, einkum
i Skaftafellssýslum, má sjá glögg takmörk hins elzta
þussa-bergs við yngri móbergsmynclanir. Hinar eldri
móbergs-myndanir eru vanalega mórauðar og innihalda oftast mikið

114. mynd. Móbergshöfði nærri Skagaströnd.

af palagóniti og i þeim eru jafnaðarlega miklir og
marg-kvislaðir blágrýtisgangar og innlög af ýmsu tagi.

Hinar yngri móbergsmyndanir eru miklu margbrotnari
að samsetningu, en ekki er enn hægt með neinni vissu að
greiða sundur hinar einstöku deildir. Hið yngra móberg
er vanalega móleitt, en ljósara en hið eldra, oft lika grátt
og stundum leirblandað, stundum er palagónít i því,
stund-um ekki; blágrýtisgangar eru sjaldgæfari og i hinum yngstu
deildum vantar þá vanalega alveg. í sumum móbergs-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0279.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free