- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
282

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

282 Gangar.

eldleðja að neðan hefir gubbast upp um glufurnar.
Eld-leðjan hefir storknað í sprungunum, svo þegar vatnið eða
önnur öfi eru búin að saga sundur jarðlögin i kring, þá
synast þessar fyltu sprungur einsog uppskotnir vegir,
brik-ur eða steinbönd þvers i gegnum hin lögin. Þetta kalla
jarðfræðingar ganga. Slikir strengir i hamrahliðum
blá-grýtisfjalla eru algengir um alt land, en það ber
mismun-andi mikið á þeim. Almenningur þekkir gangana vel og
gefur þeim sérstök nöfn, kallar þá brikur, berghleinar,
fjalir, tröllahlöð. strengberg o. fl., hinir stærri gangar eru
oft kendir við tröll, t. d. Tröllkonustigur nærri Skriðuklaustri,
Tröllkonuvaður i Látrabjargi o. s. frv. Víða standa
gang-arnir einsog veggir eða múrar út úr hamrahlíðum, og ná
þessar girðingar oftast frá fjallabrúnum niður i sjó og eru á
stöku stað landamerki milli jarða; stundum hafa lækir grafið
djúp gljúfur niður með þeim. Allvíða liggja gangarnir
eins-og bryggjur langt út i sjó (Snæfjallabryggja) og oft eru
beinar raðir af skerjum og flúðum í áframhaldi þeirra
(Breiðdalsvik), oft liggja gangar þvers yfir firði og nes og
má greina þá glögt i sömu stefnu svo mörgum mílum
skiftir. Margir stapar, brikur og flesjur út af björgum eru*
ekkert annað en gangbrot (I, bls. 62). Stundum ber það
við að ganghliðarnar eru orðnar berar af ágangi vatnsins
og standa þær þá fram i fjallshliðunum einsog geysimiklar
rennisléttar hellur eða þil. I fjallinu beint á móti
kaup-staðnum á Bildudal er fjarskastór gangur, sem snýr hliðinni
út, sléttri einsog fjöl; vatn hefir etið alt bergið frá nyrðri
hlið gangsins, svo hún stendur ber einsog risavaxinn
skjöld-ur fyrir framan enda basaltlaganna i fjallinu, sumstaðar
losnar gangurinn frá berginu og er gil bak við hann, og
sumstaðar er framrás fyrir vatnið þvers i gegnum hann.

r

Aframhald gangsins sést glögglega i Langanesi, hinumegin
við Arnarfjörð, og er liann þannig að minsta kosti tvær
milur á lengd. Svipað gangþil er við Porskafjörð i
Reykja-nesfjalli. Blágrýtisgangar eru vanalega harðari en bergið i
kring og standa þvi út úr fjallslilíðunum, en líparítgangar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0294.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free