- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
328

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

328

Yeðráttuí’ar.

Uppdrættir með jafnhitaiinum fyrir janúarmánuð sýna
bezt hve Island er miklu heitara á vetrum en við mætti
búast eftir hnattstöðu. í janúarmánuði er jafnmikill
meðal-hiti sunnan til á Tslandi einsog norðan til í miðjum
Banda-ríkjum fyrir vestan haf, 20 breiddarstigum (eða 300 mílum)
sunnar; aftur er heitara fyrir austan haf á vesturströndu
Noregs, sem öll liggur opin fyrir áhrifum Golfstraumsins.
Jafnhitalinur fyrir júlimánuð sýna að sumarið er tiltölulega
miklu svalara, en þó heitara en það ætti að vera eftir
breiddarstigi; jafnhitalina 10 stiga snertir þá suðvesturhorn
íslands, gengur þaðan til suðvesturs fyrir sunnan Grænland
og um Labrador þveran, en að austan beygir linan til
norðausturs upp að ströndum Finnmerkur. Vindar og
haf-straumar olla þvi, að norðurhluti Atlantshafs og lönd þau,
sem að því liggja, eru tiltölulega miklu heitari en önnur
svæði á sömu breiddarstigum, þó er það aðallega
austur-ströndin, sem hitans nýtur, þvi að vestanverðu kemur
pól-straumurinn niður með austurströndu Grænlands með
mikl-um hafisum og kælir hafið stórkostlega þeim megin, þó er
ísland að miklu leyti fyrir utan áhrif hinna grænlenzku
jökla, nema i ísárum, vegna Goifstraumsins, sem kringir um
landið. A sama breiddarstigi vestan og austan hafs er mikill
hitamunur. Stykkishólmur er hér um bil á 65° n. br. og á
svipuðu breiddarstigi er Bronö á ströndu Noregs og
Ang-magsalik á austurströndu Grænlands, og er hitamunur
þess-ara staða:

og Gronland, Kbhavn 1899, 4to. Hin eldri rit um veðurfræði íslands
eru öll talin í 4. bindi Landfræðissögu. Um almenna veðurfræði hefir
ekkert rit verið prentað á íslenzku nema rit C. F. E. Björling’s: Um
vinda, Kmhöfn 1882, og er það mjög alþýðlega samin bók og fróðleg
það sem hún nær, og J. G. Fischer: Eðlisfræði, Kmhöfn 1852, bls. 411
—448. Hér í’þessu riti eru prentaðar skrár yfir árangur allra
veður-athugana á Islandi í 33 ár, og á eg það að þakka góðvilja kapt. C.
Ryders, forstjóra veðurfrœðisstofnunarinnar í Kmhöfn, og deildarstjóra
V. Willaume-Jantzen, að skýrslur þessar koma liér fyrir
almennings-sjónir, en hafa aldrei verið prentaðar áður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0340.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free