- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
442

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

442

Jurtaríkið.

brunar miklir syðra 1632 og á Barðaströnd 1777o. s. frv.
Skógarnir hafa frá þvi á landnámstið verið beittir vetur og
sumar, stundarhagurinn og þröngsýnin hefir jafnan ráðið
mestu. Pað er eiginlega mikil furða. að nokkuð skuli vera
eftir af skógi á Islandi. Af eyðilegging skóganna hefir
margt ilt hlotist, fyrst og fremst hafa menn þar eytt
mikl-um höfuðstól, sem mikinn beinan arð gat borið öldum og
óbornum, ef skynsamlega var með farið, og svo hefir af því
hlotist mikil skemd á landinu, ekki aðeins á
skógarsvæð-inu, heldur hefir spillingin breiðst út til allra hliða; þegar
skjólið og verndin hvarf, sem skógurinn veitti, hvarf lika
allur annar gróður á þvi svæði, hliðarnar urðu
skriðurunn-ar, eintómar urðir, einkum i blágrýtishéruðum, melar og
holt urðu ber og blásin, vindar rifu jarðveginn af gömlum
hraunum og klöppum og roksandurinn, sem skógarnir viða
höfðu bundið, lók nú lausum hala og skemdi tún og engi
i mörgum sveitum. Par sem graslendi hefir blásið upp, er
það oftast að kenna eyðing skóga.

A Sturlungaöld var meginhluti bvgða þegar orðinn
skóglaus og á miðri 14. öld segir Arngrímur ábóti um
Is-land: »skógr er þar engi utan björk, ok þó litils vaxtar«.
Um byrjun 15. aldar munu flestir eða allir skógar hafa verið
horfnir úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, en nokkur
skógur hélst í Eyjafjarðarsýslu alllengi, þó hann sé nú
al-veg horfinn. Eggert Olafsson segir, að stórvaxinn skógur
hafi verið hjá Möðruvöllum i Eyjafirði, eu hann hafi
eyði-lagst veturinn 1607 á einum degi af klakaskorpum, svo trén
brotnuðu; segir Eggert, að enn (1752) megi sjá bjálka og
stoðir úr skógi þessum i húsum á Möðruvöllum.2)
Sigurðar-registur sýnir, að Hörgárdalur hefir verið mjög skógivaxinn
á öndverðri 16. öld og allmikill skógur var á t’elamörk i
byrjun 19. aldar. I mörgum héruðum viðsvegar um land
voru allstórir-skógar á 18. öld, sem nú eru horfnir, og skóga-

») Safn I, bls. 111. Árb. Esp. V, bls. 27; XI, bls. 18. Ann. Bj. á
Sk. II, bls. 172.

2) E. O.: Reise II, bls. 734.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0454.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free