Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Hreindýr.
461
dýrum fækkaði mjög og á sumum afréttum voru þau gjör-
♦
eydd, þau voru skotin hvenær sem þau nálguðust bygðir
og sumir gjörðu sig á sumrum út til hreindýraveiða upp
um heiðar og förguðu hverri skepnu, sem þeir náðu til.
I lögum um friðun fugla og hreindýra 17. marz 1882 var
ákveðið, að hreindýr skyldu vera friðhelg frá l. janúar til
1. ágúst og varðaði 5—80 kr. sektum ef brotið var. Samt
fækkaði hreindýrunum stöðugt upp frá þvi og 8. nóv. 1901
var því með nýjum lögum ákveðið, að hreindýr »sk}idu
friðhelg vera alla tíma árs, fyrst um sinn í 10 ár, frá 1.
janúar 1902 að telja og varðar 50 kr. sekt fyrir dýr hvert,
ef drepið er«. Lætur því að likindum, að hreindýrum muni
nú brátt fjölga aftur.
Hér með er lokið frásögninni um þau spendýr, sem
eingöngu lifa á þurru landi. Yms spendýr lifa í sjó
ein-göngu, einsog hvalir, önnur lifa mest í sjó, en geta þó
komist upp á land, rostungar og selir, en eitt dýr, sem enn
er ótalið, hvitabjörninn, má telja með landdýrum, þó hann
ali mest aldur sinn á isjökum og sé syndur sem selur, þá
er hann líka jafnfær á landi, rásar víða og kemst stundum
langt upp í sveitir. Auk hinna viltu dýra lifa, einsog
kunn-ugt er, mörg tamin dýr á Islandi, nautgripir, sauðfénaðiu’,
geitur, svín, hundar og kettir, sem fluttust hingað með
landnámsmönnum. Pessara dýra mun siðar itarlega getið i
köflunum um búnað og atvinnuvegi.
Hvitabirnir koma alloft til Islands með hafisum, þeir
eru algengir i heimskautsiöndum og fara oft langar ferðir á
rekis, oftast koma þeir á útkjálka á Norður- og Yesturlandi
og sjást oftast þegar hafis iiggur við land. I miklum
isár-um ber við, að birnir hafa gengið á land i suðlægari
hér-uðum og hafa stundum flækst langt upp i sveitir, þvi þeir
fara hart yflr, þegar þeir eru að leita sér að björg. Isavet-
r
urinn mikla 1880—81 kom t. d. fjöldi bjarndýra til Islands
og fóru langt upp í land, upp í Eyjafjörð nyrðra og
Svart-árdal, og upp i Fljótsdal og Hrafnkelsdal eystra. Pegar
birnirnir ganga á land, snuðra þeir eðlilega alstaðar eftir
æti, fara þeir þá oft i fisk- og hákarlshjalla og velja sér
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>