- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
497

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fuglar.

497

liafa ýmsar máfategundir, kjóar og fýlungar, sem þó mest
sækjast eftir þvi sem feitt er.

Hinir eiginlegu landfuglar, sem lifa á fræjam og
skor-dýrum, eru fáir á Islandi, einsog fyr gátum vér. Flesta þá
skógarfugla, sem algengir eru í nálægum löndum, vantar
eðlilega hér á landi. Af eiginlegum skógarfuglum er varla
hægt að telja aðra en skógarþröstinn og auðnutitlinginn
I Noregi eru á sama breiddarstigi einsog Island margar
skógfuglategundir, sem aldrei koma hingað, þá vantar bæði
hentuga staði til hreiðurbygginga og nægilega fæðu. Ef
skógarnir stækkuðu að mun á Islancli, mundu efiaust ýmsar
skógfuglategundir setjast hér að; sumir slikir fuglar koma
hingað snöggvast, en hverfa aftur af því þeir geta ekki
fullnægt eðliskröfum sínum, einsog t. d. gráþröstur (Turdus
pilaris) og svartþröstur (T. merula).

Pó fuglarnir séu mjög hreyfanlegar skepnur, þá raða
þeir sér þó nokkuð niður eftir landslagi og eðli
yfirborðs-ins; það stendur aftur í sambandi við ætið, hvar mest fæst
af þvi, sem hverri tegund er hentugast. I móum eru spóar,
hrossagaukar, heilóur, lóuþrælar og þúfutitlingar algengir,
i mýrum stelkar, keldusvin og jaðreka sunnanlands, á
poll-um i mýralöndum eru óðinshanar algengir, en á lækjum á
slikum svæðum ýmsar andategundir. Fram með stærri ám
halda sig straumandir, urtir, stokkandir, dúkandir,
rauð-dúfuandir o. fl. andir, stundum lika kriur og svartbakar,
en sandlóur á söndunum fram með ánum. I klettum og
gljúfrum búa arnir, fálkar, smirlar og hrafnar, i
skógar-kjarri auðnutitlingar, skógarþrestir og þúfutitlingar, í
holt-um og ásum steindeplar og snjótitlingar, á lyngheiðum
rjúpur, heiló, sólskrikjur og mariötlur o. s. frv.
Fuglateg-undirnar blandast eðlilega á ýmsan hátt á hinum ýmsu
landslagssvæðum, þvi fáar tegundir halda sér altaf i sama
umhverfi.

’) Faber segir að fýlungar séu hinir einu fuglar, sem eta
mar-glyttur. (Leben hochnord. Vögel, bls. 289).

32

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0509.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free