- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
498

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

498

Fuglar.

Meginþorri hinna almennu, islenzku landfugla fer um
land alt og sjófuglar um allar strendur, hittast i öllum
landsfjórðungum, þó þeir séu ef til vill nokkuö algengari
á einum stað en öðrum. Fáeinir fuglar halda sig þó á litlu
svæði, jaðrakan t. d. á Suðurlandsundirlendi, haftirðillinn i
Grimsey, skrofur og drúðar á Vestmannaeyjum og súlurnar
verpa aðeins á þrem stöðum svo kunnugt SG| ci tveim
stöð-um syðra og einuin stað nyrðra; skúmarnir verpa á söndum
sunnanlands og sjást sjaldan annarstaðar, sumar andateg-

undir halda sig hér um bil eingöngu við Mývatn o. s. frv.

/ t

A hinum hæstu öræfum Islands er svo sem ekkert
fuglalif, fáeinar sandlóur sjást þar sem litlir gróðrarblettir
eru við læki eða laugar; kjóar og veiðibjöllur fljúga
þegj-andi yfir öræfin og fyrir ofan 2500 feta hæð munu fáir eða
engir fuglar verpa; lifsskifyrðin eru þar að öllu leyti svo
óhagstæð og örðug. A hinum lægri hlutum hálendisins og
á heiðum þar sem graslendi eru nokkur, mvrar, tjarnir og
vötn, er oft á sumrum fjörugt fuglalif, álftir og heimbrimar,
lómar. gæsir og andii’ eru einna algengastar; andavarp
all-mikið er t. d. við Veiðivötn, einkum við Skálavatn (1870’)
og álftir sjást við Pórisvatn (1.884’) og jafnvel uppi i
Tungn-árbotnum (2200’). A hinum lægri heiðum eru rjúpur og
heilóur algengar og flestir mýra- og móafuglar einsog i
bygð. Yfirleitt er fuglalifið vanalega fjörugast við vötn og
tjarnir, þar hefir fjöldi vaðfugla og sundfugla nóg æti og
hentuga varpstaði, þangað safnast andir og lómar,
heim-brimar og sefandir, óðinshanar og álftir, gæsir og kríur og
mörg önnur fuglakyn. Fram með sjó i fjörunni eru tjaldar
og selningar einna algengastir, þá sjást þar líka oft
sand-lóur, stelkar. lóuþrælar og tildrur leitandi að fæðu,
garg-andi kríuhópar og máfar og kjóar á sífeldu flugi og fiakki.

Pegar farið er sjóleiðis kringum Island, sjást ýmsir fuglar
fljúgandi og’ syndandi á rúmsjó nærri ströndum.
Algeng-astir eru á sumrum kriur og ritur, oft i stórum hópum,
enn-fremur kjóar, fýlungar og lundar, þessir fuglar eru alstaðar
á ferðinni; óðinshanar sjást oftast nyrðra, teistur við
Austur-land, skúmar fyrir Skaftafellssýslum og súlur fyrir Suðvestur-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0510.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free