Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Fuglar.
499
laxidi. Lengra frá ströndn eru skrofur og drúðar algengari,
en nærri fuglabjörgum er eðlilega mikið af svartfugli.
Fróðlegt væri að vita um sjófuglalífið kringum strendur
landsins á vetrum, en það hefir enn ekki verið athugað.
Aðalsamkomustaðir fuglanna við strendur Islands eru
fuglabjörgin, þau eru í öllum landshlutum, bæði í
mó-bergs- og blágrýtisfjöllum, en flest þó í hinum siðarnefndu,
enda er lagskifting blágrýtisins, stallabergið, hentugt fyrir
fuglana. Stærst og alþektust fuglabjörg á Yestfjörðum eru
Látrabjarg og björgin við Horu. Látrabjarg nær frá
Kefla-vik að Látravík og er nærri tvær mílur á lengd og 1400 fet
á hæð þar sem það er hæst, það er standberg úr blágrýti
með rauðum móbergslögum á milli, hver blágrýtishyllan
er niður af amiari og sitja fuglarnir á þeim.
Miðlanda-hylla gengur eftir endilöngu bjarginu, hún er sumstaðar
breið, en tekst i sundur hér og hvar og verður þar eigi
gengin. Mest er af langvium i bjarginu og sitja þær helzt
á löngum stöllum, þar eru lika stuttnefjur á smástöllum og
svo áikur, ritur og svartbakar, en fátt af fýlungum. I
Látrabjargi veiðist stundum 30—40 þúsund af svartfugli.
í Rit við Aðalvik er nokkuð af bjargfugli, en livergi er
eins mikil fuglamergð einsog i björgunum beggja megin
við Hornvik. Hornbjarg er einsog Látrabjarg úr blágrýti,
viðast 1000—1400 fet á hæð, en hæsta nybban, Kálfstindur,
1614 fet; vestan við Hornvik er Hælavikurbjarg, svipað hinu
og viðlika hátt, i báðum er ógrynni af svartfugli, stuttnefju.
langviu og hringviu, auk þess er mikið af álku, ritu og
lunda og nokkuð af fýlungum, svartbak og máfum: i
Smiðju-vikurbjargi og Drifandabjargi er mest af fýlunga. Við
Norð-urland er mestur fugl í Grimsey og Drangey. I Grimsey er
bjargið 300 feta hátt, úr blágrýti, þar verpur mest af
stutt-nefju, nokkuð af langviu, mikið af ritu, ennfremur lundar
og álkur; súlur verpa á Hafsúlustapa og haftirðlar helzt i
urðum á vesturströndu eyjarinnar. I Drangey er móberg.
>) Bjarni Sæmundsson i Vidensk. Meddel. fra naturhist. Forening
1907, bls. 28—38.
32*
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>