- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
563

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fiskar.

563

uppi við land og i fjörðiim. Heilagfiski er alstaðar haft til
matar á Islandi við sævarsiðuna og riklingur og rafabelti
hafa lengi þótt góð fæða. Svartaspraka (Hippoglossus
lnippo-glossoides) hefir stöku sinnum verið dregin við Yestfirði á
40—50 föðmum og i Faxaflóa á 80—90 föðmum, en
ann-ars halda þær sig mest á miklu djúpi (300—550 föðmum).
Flúra eða skrápkoli (Drepanopsetta pJatessoides) er algengur
fiskur kringum land alt, bæði i volgum og köldum sjó,
heldur sig oftast á 20—70 faðma dýpi á leðju- og
sand-botni, en kemur lika upp að ströndum, lifir á
slöngustjörn-um og öðrum skrápdyrum, ormum, kröbbum, sandsílum o. fi.
Skrápkolar hrygna kringum alt land, eru sjaldan veiddir
eða etnir. Skarkoli (Pleuronectes platessa) er algengur við
strendur Islands, einkum i fjörðum og vikum með
sand-og leirbotni og i hálfsöltu vatni i lónum og árósum; þeir
halda sig oftast grunt, á 2—10 faðma dýpi. A haustum fara
hinir eldri kolar út á dýpri sjó og koma afturávorin; þeir
fara líka langar ferðir fram með ströndu, kolar að norðan
og austan flytja sig til hins heitara sævar við Suðurland,
og fara þá bæði austan og vestan um land.1) Skarkolar
verða við Island alveg eins stórir einsog »rauðspettur« i
suðlægari liöfum, oftast eru þeir 8—20 þuml. á lengd.
all-margir geta orðið nærri alin og veiðst hafa kolar, sem voru
l1/^ alin á lengd; kvennfiskurinn er vanalega dálitið stærri
en karlfiskurinn. Skarkolar lifa á smábobbum og
skeldýr-um, sævarormum og krabbadýrum, þeir hrygna við
Suður-og Yesturland á vorin (april til mai); hvort þeir gjóta að
nokkrum mun við Norður- og Austurland er óvist; ekki
eru þeir fullþroskaðir til hrygningar f}rr en þeir eru 14—18
þuml. langir. Ungir kolar halda sig 2—3 fyrstu árin alveg
uppi við landsteina á sandbotni, sem þeir likjast mjög að

3) Johs Schmidt: Marking experiments on Plaice and Cod in
Icelandic Waters. (Meddel. fra Komm. for Havundersögelser. Serio:
Fiskeri, Bd. II, Nr. 6. Kbhavn 1907. 4°). Merktir kolar, sem slept.
var á Skjálfanda, fóru allir vestur fyrir, en þeir, sem slept var á
Vopnaíirði, beint suður með strundu.

36*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0575.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free