- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
567

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

567

hiin vanalega horfin frá landi, dreifist þá út um riimsjó og
hefir veiöst milli Islands og Færeyja. Millisild eða spiksild,
9 —11 þuml., oftast óþroskuð til timgunar, er mjög algeng
inni á fjörðum og víkum og heldur sig oft vetrarlangt i
djúpum fjörðum; hún kvað oft á sumrum halda sig við ósa
jökulánna og gengur stundum upp í ármynnin. Smásild,
5—8 þuml. löng, hefir svipaðan lifnaðarhátt; kópsild, 3—5
þuml., gengur mjög grunt, oft inn i lón, t. d. i Hornafjörð;
sildarseiðin, lx/2—S1^ þuml., lifa lika uppi undir fjöru, eftir
að þau liafa verið á rekdýrastigi. Síldin lifir aðallega á
ör-smáum rekdýrum af krabbaflokki og fylgir göngum þeirra,
hún etur þó líka sandsili og smáa smokkfiska. Sildin
hrygnir i volga sjónum við suðurströndu i marz og apríl
og rekseiðin berast með sævarfallinu kringum land vestur
og norður fyrir og svo til Austfjarða. Bjarni Sæmandsson
hefir sýnt,að mikið af sild hrygnir lika á sumrin, i júlí
og ágústmánuði, fyrir vestan land á svæðinu frá Eldey til
Breiðafjarðar, á 60—100 faðma dýpi; síldin virðist vera
orðin æxlunarþroskuð við Island þegar hún er 10 þuml.
löng. Hrygnandi sildir, bæði vorsild og sumarsildir, eru
mjög magrar. en sildin verður vanalega feit af rekinu,
þeg-ar hún er komin norður fyrir. Sildarveiðin er mjög arðsöm
atvinna á seinni árum, en fvrir 40—50 árum skiftu
Islend-ingar sér ekkert af henni; það eru þó helzt útlendingar,
einkum Norðmenn, sem mestan arð hafa af sildarveiðinni.
Islendingar hafa enn ekki komist upp á að nota síld til
matar að neinum mun, en hún er söltuð og flutt út eða
brúkuð i beitu og geymd á frystihúsum. Hvort augnasild
(Clupea finta) er til við Island er efasamt, Faber segist þó
hafa fundið hana í súluhreiðri við Vestmannaeyjar.

r

Hafállinn (Conger vulgaris) hefir nýlega fengist við
Is-land, einsog fyr var getið. Tveir fiskar af þeirri tegund
náðust á 25—30 faðma dýpi við Vestmannaeyjar 1. ágúst
1909.2) Eggert Ólafsson segir, að veiðst hafi stórir álar

») Andvari 1908, bls. 117-122.
2) Skýrsla náttúruf’ræðisfél. 1911, bls. 34.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0579.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free