- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
8

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

8

Abiið landsins

liggja nokkuð hærra (Hauksstaðir 195 m.) og á Búrfellsheiði
upp af Þistilfirði hefir bygðin fyrrum náð hærra upp á
hálendið, en er nú í eyði (Foss 321 m.). Afskektur bær
upp af Lóni, sem kallaður er Yíðidalur, liggur 439 m. yfir
sævarmáli, en sá bær hefir ýmist verið bygður eða i eyði;
sérstakar kringumstæður hafa skapað þar mikinn
sauð-gróður, en slægjuleysið er þar aðalgallinn, einsog á flestum
hinum hæstu fjallakotum.1) A Norðurlandi ganga margir
dalir langt inn í land og verður hæð efstu bæja þar
sum-staðar allmikil yfir sjó. Hæð hinna instu dalabygða i
hin-um eystri dölum Norðanlands er svipuð, þannig liggur
Lundabrekka í Bárðardal, Reykir i Fnjóskadal, Tjarnir í
.Eyjafirði og Gilhagi í Skagafirði hórumbil á sömu hæð
(223—227 m.). Mýri í Bárðardal er þó nokkuð hærri (286
m.) og sumstaðar eru einstöku fjallabæir hátt upp á heiðum
eða í afdalakvíslum; þannig er Svartárkot á 409 metra
hæð á hálendinu við hina neðstu útskækla Odáðahrauns,
íshóll (368 m.) og fleiri eyðikot upp af Bárðardal. en
Bakkasel (350 m) efst í Oxnadal. I hinum vestri dölum
á Norðurlandi liggur efsta bygðin nokkuð lægra
(Gríms-tungur i Yatnsdal 126 m., Guðlaugsstaðir í Blöndudal 176
m., Grænamýrartunga upp af Hrútafirði 91 m.), en þó eru
sumstaðar fjallakot upp af dölum miklu hærra, einsog t. d.
Marðarnúpssel upp af Yatnsdal (395 m.); eru þessi fjallakot
þar eins og annarstaðar gömul sel, sem orðin eru að
sér-stökum smábýlum.

r

A Yestfjörðum hagar öðru vísi til, þar er
láglendis-og gróðrarræman milli fjalls og fjöru víðast mjög mjó,
dalir fáir og flestir stuttir, en sumstaðar þverhnýpt björg i
sjó fram, til fjalla eru viðast gróðurlaus öræfi og urðir, en
óviða lieiðalönd hentug til beitar. Af þessu leiðir, að flestir
bæir á Yestfjörðum standa svo að segja á sævarbakkanum,
þar eru aðeins fáir bæir fyrir ofan 50 metra hæð.8) Yið

^) Ferðabók I, bls. 76-80; III, bls. 268-270.
’) Hæðatölurnar í þeim béruðum, sem búið er að mæla, eru
allar teknar úr uppdráttum berforingjaráðsins.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free