Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Bæjaskipun
27
til þess nú að skiftin þættu sem réttust, hafði báðum
hlað-vörpunum verið skift til helminga, en báðir ábúendur voru
þó óánægðir með þetta, þvi hvor vildi hafa að öllu leyti
varpann fram undan sinum bæ.1)
Eig-naskifting. fað væri mjög gagnlegt og fróðlegt
ef hægt væri að bera saman eignahlutföll islenzkra jarða
á ýmsum öldum, en þess er litill kostur, alt þar að lútandi
er enn fullkomlega ókannað og varla að búast við að hægt
sé að fá mikla fræðslu um fyrri tima, þegar flestar skýrslur
um ýmsar áríðandi greinir búnaðarins á 19. og 20. öld
vantar gjörsamlega, auk þess er ennþá óunnið úr mestu
þvi efni um hagfræði fyrri alda. sem til er á bókasöfnum.
Eftir manntalinu 1910 voru taldir 2.201 sjálfseignarbændur
á öllu landi og 3,773 leiguliðar, 62—63°/o bænda leiguliðar,
37—38°/o sjálfseignarbændur.2) Hefur sjálfseignarbændum
eftir þvi mikið fjölgað á seinni árum, þvi i Johnsens
Jarða-tali 1847 voru þeir aðeins taldir 1,237. Siðan hafa verið
seldar margar þjóðjarðir og nokkrar kirkjujarðir, og svo
hafa menn átt miklu hægra en fyr með að útvega sér lánsfé til
jarðakaupa. Þá (um 1847) telur Johnsen allar jarðir á
landinu 85,443 hundraða virði. af þeim voru 11,657 hdr.
kirkjujarðir, 8,788 hdr. þjóðjarðir, 64,088 hdr. bændaeign,
910 hdr. fátækra og spitalajarðir.3) Jarðabókin 1760 telur
öll bygð býli á landinu, jarðir, jarðarparta og hjáleigur alls
6,674, þá voru á konungsjörðum 1,218 býli, á
Skálholtsjörð-um 459, á Hólajörðum 379, á spitala- og fátækrajörðum 60,
Búnaðarrit II, 1888, bls. 192.
2) Sbr. Páll Zóphóníasson: Oðalsbændur og leiguliðar (Freyr
XIII, 1916 bls. 6—10). Pað er fróðleg yíirlitsskýrsla um
sjálíseignar-bændur og leiguliða í öllum sýslum, jarðabætur þeirra og
húsabygg-ingar. Nafnið óðalsbændur, sem margir nota, er alveg rangt, óðal í
réttri merkingu hefur aldrei verið til hér á landi.
3) í Skýrslum um landshagi á íslandi 1858, bls. 497 er eftir
mati 1849 — 50 reiknuð af hverjum 100 jarðhundruðum 71°/0 bændaeign,
10,!% þjóðareign, 17,4°/0 beneficia og kirkjueign, 1,3°/0 fátækra- og
spítalaeignir og 0„°/0 þrætulönd. í Stjórnartíðindum C, 1885, bls. 44—
45 er prentuð skýrsla biskups 3. október 1866 um kristfjár og
fátækra-jarðir með dýrleika þeirra, landskuldum og kúgildum.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>