- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
35

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðabj’gging 35

t

þurfa þykir. Uttektarmenn þessir skulu eið sverja fyrir
sýslumanni. Séu úttektarmenn eigi fleiri en tveir í hrepp,
skal hinn þriðja tilnefna til vara*. Hvernig til hagar með
úttektir, fer mest eftir venjum, lagaákvæði um þær eru
ónóg og á reiki, enda eru þær.mjög misjafnar, oft sagðar á
ýmsan hátt ranglátar, stundum hallað á fráfarandi leiguliða
og stundum á viðtakanda; aðalmein hefir það verið, að
leiguliðar sjaldan eða aldrei hafa fengið endurgjald fyrir
jarðabætur og húsabætur; leiguliðar hafa í þeim efnum
mátt heita réttlausir.1)

Einn er sá örðugleiki við jarðir á Islandi frekar en í
öðrum löndum. sem sjaldan er athugaður, að verðmæti
flestra hinna einstöku jarðeigna er svo litið og afgjaldið
svo lágt — jafnvel þar sem það er tiltölulega nógu hátt —
að jarðirnar geta eigi borið neinn verulegan tilkostnað
fyrir eigandann. A sjálfs síns jörð getur bóndinn haft
gagn og arð af húsa- og jarðabótum, og eins leiguliði, sem
hefur langa ábúð eða æflábúð; en ef landsdrottinn á að
leggja nokkuð verulegt af mörkum fyrir jarðabætur eða
húsagjörð, verður eignin honum arðlaus um mörg ár, því
mjög sjaldan getur hann unnið tilkostnaðinn upp á hækkuðu
eftirgjaldi. fað hefur þvi um langan aldur borgað sig
illa að setja fé sitt í jarðir fyrir aðra en þá, sem á þeim
bjuggu. Nú eru margir aðrir vegir til þess að útvega sér
góðan arð af fjársafni, og ætti einmitt þetta að stuðla að
því. að sjálfseignarbændum fjölgaði, þvi þeir einir geta
haft verulegan hagnað af jörðunum, ef alt gengur vel.
Fram undir lok 19. aldar settu allir fé sitt í jarðir, af þvi
þeir gátu ekki ávaxtað það á neinn annan hátt,
pening-arnir láu annars arðlausir; það var gamall landsvani
efna-manna að kaupa jarðir. og það kom eigi sjaldan fyrir, að
þeir, sem stöðugt voru að kaupa jarðir, vanræktu sínar
eigin- ábýlisjarðir. Menn borguðu jarðirnar vanalega út í

’) Nánar um úttektir má lesa í binni fyrnefndu ritgjörð Páls
Briem’s Um erfðaábúð í Lögfræðingi III. bindi og í ritgjörð Tómásar
Sœmwidssonar: Um bygging jarða, meðferð og úttektir í Búnaðarriti
Suðuramtsins Húss- og Bústjórnarfélags. Viðey 1839 I. bls. 139—238.

3*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free