- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
68

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

68

Jarðaverit

r

Gissur jarl keypti eiguiua f\*rir. Arið 1244 eru Svefneyjar

metnar á hálfan fimta tug hundraða,1) þær eru að fornu

mati annars metnar 40 hundruð og í jarðabók 1861 105

hdr. vegna dúnsins. Um 1323 átti kirkjan 2 hluti í heima-

landi Hvamms í Vatnsdal, en bóndi nokkur þriðjunginn,

keypti Lárentius biskup þá þenna þriðjung fyrir 60 hdr.,8)

hefir jörðin öll þá átt að vera 180 hdr. virði; eftir fornu

jarðamati er Hvammur metinn á 90 hdr., eftir nvju mati

42.6 hdr.3) Lárentius biskup gaf siðar (1326) Pingeyra-

klaustri jarðirnar Hvamm og Húnstaði.4) Arið 1387 keypti

Björn Einarsson hálfan Vatnsfjörð fyrir fimtán tigi hund-

raða,5) nú er Vatnsfjörður allur aðeins metinn 46.2 hdr. að

nýju mati og 48 hdr. að fornu. I skrá um eignir Guð-

mundar Arasonar 1446 eru hálfir Reykhólar metnir á 60 hdr.,

en helmingur var kirkjueign, þeir hafa þá verið taldir 120

hdr., 1586 voru þeir eins metnir og 1601 seldir fyrir sama

verð;6) fram á 19. öld hélzt sama mat á Reykhólum, en

eftir nýju mati (1861) eru þeir taldir 157,4 hdr. og mun það

sórstaklega hafa verið æðardúnninn, er hleypti verðinu

fram; i jarðatali Johnsens (1847) eru þar lika talin 16 kú-

gildi. Arið 1439 er hálfur Hagi á Barðaströnd metinn á

60 hdr., en 1568 40 hdr. (allur 120 og 80 hdr.);7) Árni

Magnússon telur allan Haga 100 hdr., en 1760 og 1805 er

hann talinn 60 hdr., eftir nýju mati aðeins 41,4 hdr. Árið

1430 er Staðarhóll talinn allur 120 hdr.8) og sama mat hefir
/

Arni Magnússon á allri torfunni, en 1760 er hún komin
niður i 60 hdr. og 1861 er hún aðeins metin á 41,8 hdr.

>) Sturlunga III, bls. 43.

’j Biskupasögur I, bls. 841.

s) Hvammur er enn talinn með beztu jörðum í Vatnsdal, 1900
var tiinið þar 28 dagsláttur og fengust af því 400 hestar af töðu.
i Búnaðarrit XV, bls. 85).

*) Dipl. isl. II, bls. 579—680.

*) Dipl. isl. III, bls. 399-400.

6) Dipl. isl. IV, bls. 684. Sýslumannaæfir I, bls. 228, 230.

’) Dipl. isl. IV, bls. 602. Safn I, ble. 121, 125.

8) Dipl. iel. IV, bls. 405.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free