- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
67

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðaverö

67

sölum, oftast í hundruðum álna. stundum í kúgildum, en
það kom i sama stað niður. úr þvi hundrað og kúgildi var
hið sama. í ýmsum kirkjumáldögum eru lönd virt til
kú-gilda, þannig lönd kirkjunnar i Hafsfjarðarey (1223),
kirkj-unnar i Njarðvik (1269), kirkjunnar á Einarsstöðum i
Reykjadal (1318) o. il. Siðar og samtímis þessu voru lönd
virt til hundraða, i hundruðum sex álna aura og
hundruð-um þriggja álna aura. fessa má sjá mörg dæmi i
kirkju-máldögum. sem prentaðir eru i Fornbréfasafni.1) Páll Briem
hefir leitt rök að því, að jarðir um 1109 hafi alment verið
metnar i hundruðum sex álna aura, af þvi tiundalögin
(1096) ákváðu. að menn skyldu meta lönd sin í 6 álna
aurum. En um lok 12. aldar og á 13. öld hættu menn
smátt og smátt að telja hundruðin i aurum, en fóru að
telja þau i álnum og svo hafa menn gjört siðan.

Um söluverð og mat jarða á ymsum öldum og i ýmsum
hóruðum eru til svo margar skýrslur og skilríki, að það
væri efni i heila bók. ef málið væri itarlega rannsakað. sem
þörf er á.2) Hér getum vér aðeins nefnt nokkur fá clæmi
frá ýmsum öldum til samanburðar. og athugum þá fyrst
verð og mat nokkurra höfuðbóla i ýmsum landshlutum.
Möðruvellir i Eyjafirði voru 1171 leigðir fyrir 10 hundraða
landskuld,3) og hafa þá verið á titiu hundruð, því lögleigan
var 10°/o og sjaldan frá henni vikið; eftir nýju mati eru
Möðruvellir með afbýlum þeim. sem þar heyrðu undir.
metnir á 66,7 hdr. Gissur jarl keypti Reynistað fyrir
hundrað (120) hundraða og fylgdu þá Holtsmúli og
Hvamm-kot á Skaga, að fornu mati eru þessar eiguir taldar 125
hdr. að nýju mati 139,7 hdr.4) Arið 1872 var Reynistaður
seldur fyrir 5010 rd.,5) eða hérumbil alveg hið sama, sem

’) Mörg dæmi talin í Lögfræðingi IV, bls. 18-20, 38—47.

*) í ritgjörð Páls Briem: Hundraðatal á jörðum, í Lögfræðingi
IV, 1900, bls. 1—54, eru margar ágætar upplýsingar bér að lútandi,
en í fornum bréfum og gjörningum eru þó óteljandi fleiri skýrslur,
sem ekki bafa enn verið notaðar til samanburðar.

3) Biskupaaögur I, bls. 418.

*) Lögfræðingur IV, bls. 40, 43.

5) Norðanfari XI, bls. 12.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free