- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
73

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðaverð

73

ogþað kæmisér beturað verja þvi heldur en peningum til launa
embættismannanna og annara nauðsynja. Þar að auki hafa
þau dæmi gefist, að af þvi of fljótt var selt, var rninna
upptekið. en ef það hefði verið látið lengur dragast. Svona
var skólaeignunum1) fleygt i burtu, svo að ekkert kom i
staðinn að kalla, og biður landið þess aldrei bætur, að því
var rutt svo fljótt af; og þó nú sé gætilegar að farið, má
geta nærri, að á meðan jarðyrkjan er svo skamt komin og
varla er farið að gjöra neitt til bóta jörðum, sem gera
mætti, þá munu þeir timarnir vera i vændum, þá jarðirnar
eiga fyrir sér að taka meiru verði en enn eru þær i, að eg
sleppi þvi hér, sem nærri því allra rikja dæmi hafa svo
yfirfljótanlega leitt i ljós, að rikiseignirnar eru ekki betur
geymdar eftir að búið er að draga þær i »gullhúsið«.2) en
á meðan þær voru í fasteignum til og frá um lanclið«.3)

Þó svo miklu væri búið að farga af þjóðjörðunum, sem
fyrr var greint. þá voru þær þó í fardögum 1854, 537 að
tölu og 82711/* hundrað að dyrleika; innstæðukúgildin á
þessum jörðum voru þá 1038s/4. landskuldir 345 hundruð
36 álnir af sveitajörðum, en 674 vættir og 25 fiskar af
sævarjörðum 4) Siðan hefir þjóðjörðum smátt og smátt verið að
fækka. Menn gátu fengið ábýlisjarðir sínar keyptar eftir
mati sj^slunefndar og samkvæmt tillögum umboðsmanna. á
þann hátt, að landshöfðingi lagði umsóknirnar og
skýrsl-urnar fyrir alþingi. sem svo úrskurðaði söluna i hvert
skifti,5) en andvirðið var lagt i viðlagasjóð. Með lögum
um stofnun Ræktunarsjóðs Islands. 2. marz 1900, var
á-kveðið, að andvirði þjóðjarða. sem seldar höfðu verið frá

’) Stólsgóssunum.

*) A f^’rri hluta 19. aldar kölluðu sumir lslendingar
x-íkisfjár-hirzluna í gamni »Gullhúsið kóngsins«.

3) Tómas Sœmundsson: Um bygging jarða, meðferð og úttektir
(Búnaðarrit Suðuramtsins Húss- og Bústjörnarfélags. Viðeyjarklaustri
1839, I, 1. bls. 168—170).

4) Um þjóðjarðirnar á íslandi í fardögum 1854 (Skvrslur um
Landshagi á íslandi I, 1858, bls. 179—214).

8) Sbr. auglýsing frá landshöföingja 17. nóvember 1879.
Laga-safn handa alþýðu III, bls. 227.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free