- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
111

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Túnasléttun

111

leysi og aumingjaskap á fáum árum. Sveitarfélögin ættu
sjálfra sín vegna að hafa hönd i bagga með slikum jarð
niðingum og þau ættu að fá vald til þess að taka af þeim
ráðin, ef þörf gjörist. Pað er sorgleg sjón fyrir þá, sem
viða ferðast um Island, að sjá hvað slik jarðniðsla er
al-geng, þó hún ef til vill hafi verið meiri fyrr en nú.1)
Með-ferð jarðanna hjá vmsum ábúendum hefir eðlilega haft
mikil áhrif á verð og mat jarðanna á ýmsum timum og má
sjá þess ótal dæmi i jarðabókum.2) Mikið ber á þvi hvað
ræktuninni hefir farið fram á seinni timum sumstaðar við
sævarsiðuna, einkum kring um Reykjavik, þar hafa verið
grædd út tún á holtum, i paufamóum og mýrum, ’sprengt
upp grjót og klofið, ræstir fram mýrarblettir og þurkaðir
o. s. frv. og eru þar orðin mörg falleg tún úr lélegu landi.
Sýnir þetta hve óþrjótandi möguleikar eru til jarðræktar á
íslandi ef vel er að verið. Jarðabætur í Reykjavík voru
mest framkvæmdar á árunum fyrir aldamótin, en höfðu
byrjað um 1840, og voru það þrir danskir borgarar, er
hófust handa, og ræktaði hver sitt tún: Bernhöft, Biering

J) Sbr. Ferðabók f. Tb. III, bls. 43-44 og víðar. Um
niður-níðslu höfuðbóla, sbr. ísafold VII, bls. 109.

2) Sem dæmi má taka jörðina Búðardal á Skarðsströnd, þar sem
hinn mikli búmaður og framfaramaður Magnús Ketilsson bjó 1765—
1803. Jörð þessi var í góðri rækt 1695 og var þá metin 50 hdr. með
12 kúgildum og 15 vætta landskuld; jarðræktin þverraði og
leigu-málinu féll svo, að 1760 var jörðin ei meira metin en 40 lidr. með 9
vætta landskuld og 8 kúgildum. þá komst hún eftir það í beztu rækt
til 1804, meðan Magnús Ketilsson bjó þar, og hefir eflaust verið þá
dýrari en 1695 ef hún hefði verið metin, en eftir dauða Magnúsar
sýslumanns féll Búðardalur í vanrækt til 1828, svo þá var á jörðinni
aðeins 6 kúgildi og 6 vætta landskuld; hús voru þá öll svo hrunin og
ónýt, að á þau og garðana var gjört 77 vætta álag, af því fengu
jarð-eigandi og ábúandi ekkert, sem bjó þar í 16 ár eða til 1844; undir
hans ábúð skánaði ræktin nokkuð, en síðan voru þar 2 eða 3
ábú-endur og aldrei komst jörðin í þá rækt, sem hún var í fyrir aldamótin.
Um 1840 var Búðardalur metinn á 40 hdr. og 1861 á 33 hdr. Mörg
fleiri dæmi mætti telja frá ýmsum héruðum og sum verri. Sbr.
Friö-rik Eggerz: Um jarðamötin, fjárkláðann og ýmislega tilhögun. B,vík
1865, bls. 9—10. far eru talin mörg fróðleg dæmi úr Dalasýslu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free