- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
175

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Beitarlönd

175

heytorf hefir þnrft en áður. Auk þessara afnota af
mýrun-um, sem þegar hafa verið talin, þá mætti telja fleiri
gagns-muni, sem myrlenclin hafa veitt Islendingum, þaðan hafa
þeir fengið tvö efni. sem töluvert hafa verið notuð: rauða,
sem járn var soðið úr, og sortu, sem mikið var notuð til
litunar á fyrri tímum. Um bæði þessi efni er annarstaðar
talað í þessu riti.

3. Beitarlönd og afréttir. Sel.

Beitarlönd. Yetrarfóður búpenings á Islandi fæst, eins
og kunnugt er, af túnum, engjum og nokkrum öðrum
slægjulöndum, en kvikfjárræktin mundi þó í heild sinni
ekki gefa mikinn arð, ef sumarhagar og beitarlönd væru
ekki notuð. I mörgum vel ræktuðum hóruðum erlendis lifir
búpeningur alt árið nærri eingöngu á gjafafóðri eða á
rækt-uðum beitarlöndum, úthagar og afréttir eru þar ekki til,
Pó það ef til vill sé heldur freklega til orða tekið, er
Olaf-ur Stephensen stiftamtmaður segir: »útigangurinn er
fótur-inn undir vorum landbúskapí,1) þá er það víst, að
sauð-fjárrækt vor hingað til aðallega hefir verið bygð á
haga-beit, á óræktuðu landi, á heimahögum og afréttum;
heyafl-inn er ætlaður kúnum, ánum og reiðhestum, en flest sauðfé
lifir á útigangi, þegar hægt er, heyin, sem því eru ætluð,
eru aðeins trygging gegn óbliðri náttúru á hörðustu timum
ársins; en það hafa, einsog kunnugt er, margar misfellur
verið á þvi, hvernig Islendingar hafa komið fyrir sig
þess-ari vátryggingu og notað hana. Oft hefir velferð landsins
verið i voða af vondri heyásetningu, menn hafa frá
land-námstíð treyst upp á útiganginn og alt of oft búist við, að

r

jafnan mundi slampast af einsog i góðu árferði. A öllum
öldum hafa sumir verið forsjálir, sumir óforsjálir. Flóki
drap alt kvikfé sitt, af því hann gætti eigi að fá heyanna,
en IJlfar á Ulfarsfelli var »forverksmaðr góðr ok tekinn til
þess, at honum hirðist skjótara he}r en öðrum mönnum;

Gömul Fólagsrit V, bls. 95.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0193.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free