- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
244

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

244

Xautpeiiiiigsrækt

styrkti búnaðarfélagið þau þá með 4800 kr.1) Félögin haida
nákvæmar fóður- og mjólkurskýrslur og nota til undaneldis
þroskaða og hrausta gripi af góðu íslenzku kyni eða vel
ættaða, en vilja eigi bæta kynið með útlendum skepnum,
enda hefir fengist reynsla fyrir þvi, að íslenzkar kýr eru að
eðli sínu mjólkurlagnar og iðulega koma í Ijós afbragðs
mjólkurkýr til og frá um landið. enda lang eðlilegast að
bæta þau kyn, sem eiga rót sina í náttúru landsins og
smátt og smátt hafa lagað eðli sitt eftir þeim lifsskilj’rðum,
sem eru hér á landi.2)

Eins og fyr hefir verið getið, hefir geldneytum mjög
fækkað á hinum seinni öldum og útigangsnaut þekkjast
nú varla lengur, þó voru þau enn til sumstaðar fram á
miðja 19. öld og jafnvel lengur.®) Graðungar og geldneyti
eru þó viða rekin á afrétti á sumrum og eru nautin þá oft
höfð i afluktum hamradölum. þar sem þau eru i sjálfheldu
og á síðustu árum hafa allviða verið gerðar
nautgripagirð-ingar, sem hafa komið að góðu gagni.4) Pó er kvartað
undan þvi, að það beri við, að menn sumstaðar enn. af
hirðuleysi og trassaskap, láti bola ganga lausa i
heimahög-um til mikils baga fyrir kýr annara manna. Eftir Jónsbók
var það lagaskylda að reka tarfa á afrétt á sumrum.5) Göm-

») Búnaðarrit XXIX, 1915, bls. 121—122; XXX, 1916, bls. 227.
Hinn 20. des. 1901 voru samþykt lög um ábyrgðarsjóði fyrir
naut-gripi og sýslunefndum gefið vald til að samþykkja samþjktir þar að
lútandi, en 1913 var ennþá enginn ábyrgðarsjóður neinstaðar kominn
á fót eftir þessum lögum íGuðm. Björnsson: Næstu harðindin. Rvík
1913. bls. 59).

s) Grubjón Guömundsson: Nautgriparæktunarfélög (Búnaðarrit XVI
1902 bls. 229—242). Sami: Um kynbætur búpenings (s. st. XVII, bls.
126—163). Sbr. Búnaðarrit XIX bls. 95—98. Sami: Nautgrirarækt
vor og nautgripafélögin (s. st. XXII. bls. 1—45). Páll Zóphoníasson:
Nautgripafélögin. Skýrslur þeirra árin 1906—1910 (s. st. XXVIII. bls.
17—45). Sigurður Sigurösson: Nautgriparæktin og nautgripafélögin
(s. st. XXIX. bls. 118—142) o. fl.

3) Búnaðarrit XXVIII. bls. 54.

*) Sbr. Freyr VIII, bls. 99-100.

5) Einkennum á góðum búnautum lýsir 01. Stephensen i Gl.
Fé-lagsritum VI. bls. 25—27 og Guðm. Ein»rsson í Nautpeningsrækt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0262.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free