- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
294

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

294 Sauðfénaður.

að borga 1 rd. í sekt til fátækra. Svo voru menn einnig
ámintir um að velja góða hrúta til ánna, stóra, sterka og
ullargóða og engum hrúti mátti hleypa til. fyrr en hann var
á öðru eða þriðja ári.1) Pá var yfirvöldum einnig boðið að
halda áfram tilraunum með fjárklippingu. Pessari
fyrir-skipun um fjárhúsabyggingu var aldrei hlýtt, þó oft væri
minst á hana, og sumir embættismenn reyndu að halda
henni fram.’) Sigurður Sigurðsson sýslumaður i
Yestmanna-eyjum, sem kallaður var »skuggi«, kvartaði undan því við
stjórnina 1777, að Yestmanneyingar léti ær sinar ganga
með dilkum, en mjólki þær eigi eins og annað fólk; segir
hann að af þessu ráðlagi stafi sumpart fátækt eyjarskeggja,
þá vanti bæði smjör, skyr og sýru, verði að kaupa þetta
dýru verði úr landi, og komist svo i skuldir við
verslanirn-ar. Stjórnarvöldin voru i þá daga föðurlega umhyggjusöm
um hag þegnanna, og æði hnýsin um margt smásmuglegt
og afskiftasöm. Eftir langar bollaleggingar var
Yestmann-eyingum með tilskipun 13. mai 1783 boðið að mjalta ær
sinar að viðlögðum sektum og öðrum afarkostum, með mjög
nákvæmum fyrirmælum, sem hér yrði of langt að greina.8)
Á 18. öld lótu ýmsir embættismenn sér ant um sauðfjárrækt
og tveir þeirra sömdu fróðleg rit i þeirri grein, sem oft er
vitnað til i þessari bók. Olafur Stephensen stiptamtmaður
(1731 —1812) reit um >gagnsemi af sauðfó« og kom sú
rit-gjörð út í ritum lærdómslistafólagsins i 5. bindi 1785 og
Magnús Ketilsson (1732—1803) samdi 1778 bók »um
sauð-fjárhirðing«, sem stjórnin kostaði og lét útbýta ókeypis
meðal alþýðu. Bæði þessi rit eru fyrirtaks góð i sinni
grein.

») Lovsamling for Island IV, bls. 202-206. Alþingisbók 1776,
nr. 21.

*) Grímur Jónsson amtmaður lét t. d. setja í byggingarbréf
kon-ung9landseta á Norðurlandi, »að þeir meðal annara gildandi laga,
skyldu halda sér fyrrtéð bréf um fjárhúsabyggingu eftirréttanlegt*.
Jón Johnsen. Hugvekja Krah 1840. bls. 87.

«) Lovsamling for Island IV, bls. 421-422. 717—721. Sbr.
Skýrsl-ur um Landshagi á íslandi II, bls. 117—118. 0. Olavii Oekonomiske
Reise, Formáli bls. 92-93.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0312.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free