- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
293

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sauðfó á fyrri öidum.

293

nokkurskonar ráðunantur stjórnarinnar i búnaðarefnum,1)
hann ritaði margt um búfræði, bók um akuryrkju, sem er
prentuð, ítarlega skýrslu um búnaðarhagi íslendinga með
uppástungum um endurbætur, og rit um sauðfjárrækt; það
var sent yfirvöldum á Islandi og síðar Magnúsi Ketilssyni,
sern hafði það til hliðsjónar, er hann reit bók sina um
sauð-fjárhirðing.s) Pessi búnaðarrit Thoroddis komu ekki á prent
og eru nú liklega týnd.

I tilskipun um fjárkláðann 12. mai 1772, sem birt var
á alþingi sama ár,3) bauð stjórnin niðurskurð á öllu fó og
krafðist þess, að fjárhús á kláðasvæðinu væru rifin til grunna.
Par segir svo: »Strax eftir að sauðféð á hverjum stað er
afmáð, eiga menn að fyrirtaka hinna gömlu fjárhúsa
eyði-leggiug, þá hið gamla torf þar af skal burt flytjast á eitt
afsiðis pláss, og annaðhvort uppbrennast, eður grafast
nið-ur, svo djúpt í jörðina, að engin spilling þar af orsakast
kunni; steinunum þar af skal kasta burt á sama hátt, eður
að minsta kosti dreifa þeim út á bersvæði, svoleiðis, að
veð-ur og vindur kunni veturinn yfir á þeim að leika; og svíða
timbrið vel i eldi, ef það eigi verður brúkað til annara
nyt-semda, og nýtt timbur ekki getur fengist, svo sá
spillingar-eimur, sem líklegt er að þar við loði, kunni að útbrennast«.
Par var einnig f^^rirskipað, að ný fjárhús skyldu vera
rúm-betri en hin gömlu, svo féð standi eigi of þétt, og svo á
þeirn mjór og langur gluggi, svo »skaðvænlegur hiti og
suddi megi þar í gegnum upp stíga«. Hinn 2. rnarz 1776
var gefin út ný tilskipun um sauðfjárrækt og var þar helzt
talað um fjárhús og nákvæmlega útlistað, hvernig þau ættu
að vera. Hús fyrir 40 fjár átti að vera 20 álna langt, 6
álna breitt og veggirnir 2—3 álnir á hæð að innan, hús
fyrir færra eða fleira fó i hlutfalli þar við; á þakinu áttu að
vera eitt eða tvö vindaugu og þess utan loftsmugur fyrir
ofan dyr og á gafli. Hver sem ekki hlýddi þessu boði, átti

Landfræðissaga III, bls. 83—87.

2) Lovsamling for lsland IV, bls. 378.

8) Lovsamling for Island III, bls. 753-759.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0311.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free