- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
323

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Tilhleyping

323

úti, og er það áríðandi. að þær beri svo seint að veðrátta

leyfi. Oft getur þó borið út af því, og hriðaskorpur um

sauðburðinn hafa oft gert mikið tjón. Ærnar bera nokkuð

mismunandi snemma eftir héruðum, á Norðurlandi frá 8.—

28. mai, seinna eftir þvi sem vestar dregur. Viðast i Húna-

vatnssýslu hafa menn þann sið, að sleppa ánum fyrir burð

i flestum vorum og hirða ekkert um þær um burðinn,1)

og mun þetta víða hafa verið tizka. Sumstaðar i eyjum

bera ærnar nokkuð fyrr en á landi. Nú eru menn þó sum-

staðar farnir að hirða ærnar betur um sauðburðinn, hafa

þær sumstaðar á afgirtum svæðum, sumstaðar hýsa þær á

nóttunni og standa yfir þeirn á daginn og yfirleitt þarf að

hafa sem bezt eftirlit með þeim um þennan tima og um-

hyggju fyrir þeim,2) en fyrrum lótu flestir þær eiga sig, svo

allmargar týndust á ýmsan hátt. fað ber oft við, að ær

eru tvílembdar, og stöku sinnum kemur það fyrir, að þær

eru þri- og fjórlembdar.3) Pað er kunnugt að fjörufé er

mjög frjósamt, margt (stundum 60—70°/o) tvilembt og sumt

þrílembt.4) Um tölu hrútlamba og gimbrarlamba er litil

vissa, Finnur biskup Jónsson getur þess, að eftir fjárkláð-

t

ann hafi fieiri hrútlömb fæðst en gimbrarlömb,5) og Olafur
Stephensen álítur, að veðráttan um fengitimann hafi áhrif
i þeirri grein.6)

Búnaðariit XXI, bls. 100. Síðan fólki fækkaði í sveitunum og
hætt var við fráfærur, hefir það tíðkast meir en áður að sleppa ám
fyrir burð. Eitthvað misferst jatnan við þessa aðferð, en sumir álíta
það borga sig betur en að halda mann til að hirða ærnar. Jón H.
Porbergsson: Um hirðing’sauðfjár 1912, bls. 26.

2) Freyr XIII, bls. 80.

*) í Búnaðarriti XXI, bls. 87 er þess getið, að 75°/0 af ánum á
bæ einum nyrðra voru tvílembdar. Um fjórlembdar ær sjá Freyr X,
bls. 120. Sbr. Jón H. Porbergss 071: Kynbætur sauðfjár, bis. 81—83.

4) Gl. Félagsrit V, bls. 111—112. Búnaðarrit XXII, bls. 309.
Vor-ið 1896 voru af 60 ám á Pönglabakka 20 tvílembdar (Ferðabók P.
Th. IV, bls. 11).

5) Æfisaga Jóns Ein’kssonar. Kmhöfn 1828. bls. 131.

6) »Árið 1781 gekk norðanátt um brundtímann, urðu þá rúmlega
tvöfalt fleiri hrútlömb mín en gimbrarlömb; 1782 gekk sunnanátt
þenn-an tíma, urðu þá gimbrarlömb miklu tieiri, héru m bil 35 móti 20 hrút-

21*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0341.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free