- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
344

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

344

Sauðfjárrækt

1837, var ekkert fjárhús til i sókniimi og hann bygði þau
þar fyrstur, áður var aðeins á stöku stað hlaðið fyrir
hellis-skúta til skjóls fyrir fénað i illviðrum. Par segir enn
frem-ur: »Með sauðfjárræktina hefir gengið hór hörmulega, til
hvers þessi sveit er einkar vel fallin, þvi þó hér sé víðast
heyskaparlítið, er útigangur þar á móti alstaðar i betra lagi,
en á sumum jörðum hinn bezti. Sá gamli vani með
sauð-féð var, að láta það fjölga sem mest i góðu árunum, eyða sem
minstu, uema sem refurinn og slysfarir fækkuðu, svo
bænd-ur sem áttu 400 fjár lóguðu ekki utan 6—10 kindum á
hausti þangað til harður vetur kom, svo var ekkert hús,
ekkert hey. og þá var það látið deyja. sem ekki gatlifað á
gaddinum, þó hestar og kýr væru vel haldið við hús og
hey, féð álitu þeir engan skaða að missa, þvi ekkert liafði
verið upp á það kostað, og sannspurt hefi eg, að féð stóð
hér fyrrum inni í blautum kofum eða undir klettaskútum
10—14 dægur og fekk ekki eitt strá af neinu, en þá
batn-aði veður voru máske 10—20 kindur dauðar, troðnar undir,
i forinni kafnaðar eða hungurmorða; að þessu búnu, þá
hláka kom, hrundi féð niður þó feitt væri úr alslags eymd
og sjúkdómums.1)

Á miðri 18. öld segir Sigurður prófastur Gunnarsson
að lítil umhyggja hafi verið borin fyrir sauðfénaði i
Múla-sýslum, voru þvi Iítil liey ætluð og óvíða nokkur fjárhús
til ^Pegar Yigfús prestur Ormsson kom í Fljótsdal skömmu
eftir Síðueldinn, þá var þar ekkert fjárhús nema
lambhús-kofar. Gamlar jarðaúttektir sýna það, að engin fjárhús voru
til á mörgum jörðum í mestu harðindasveitum seint á 18.
öld. Veit eg glögt um eina jörð i mikilli harðindasveit, að
þar var ekkert fjárhús til um 1790. Þegar þá komu
grimm-ir vetrar, féll féð liúsa- og bjargarlaust eins og hráviður.«2)
A 19. öld fjölgaði snemma fjárhúsum i Múlasýslum og i
sóknarlýsingu Vallaness 1840 segir Guttormur prófastur
Pálsson, að húsaskjól sé ætlað hverri skepnu á vetrum, öll
fjárhús með garða á miðju gólfi. Hið sama er sagt um

l) Hdrs. bókmentafélags, Kmböfn nr. 18 fol.

*) Norðanfari XI. 1872, bls. 63.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0362.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free