- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
354

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

354

Sauðfjárrækt

hús og brynningarstokka og sumstaðar eru til i fjárhúsum
steinsteyptar þrær fyrir snjó.1)

r

Heyásetning. Asetning sauðfjár á vetur hefir frá
önd-verðu verið ásteytingarsteinn hins islenzka landbúnaðar.
t*vi verður heldur ekki neitað, að það er vandaverk að
setja vel á vetur, af þvi að árferðið er svo mismunandi og
svo stopult og beitin svo margvisleg i ýmsum héruðum og
jafnvel ólik á nálægum jörðum. Pegar i fornöld sáu menn
vel hve þvðingarmikil hyggileg ásetning var og reyndu að
setja skorður við að fó væri of djarflega sett á vetur, þótt
menn þá lika oft og einatt dræpi fénað sinn úr hor. Pó
almenn heyásetning sé eigi beinlinis fyrirskipuð i Grágás
og Jónsbók, þá sjna fornsögurnar þó, að höfðingjar og
hreppstjórnir álitu nauðsynlegt að skipa fyrir um ásetning
í hörðum árum og goðarnir munu hafa tekið sér það vald^
að setja á hey manna þegar svo bar undir og nauðsyn þótti
krefja. Alkunnug er frásögnin um Blund-Ketil (961—62),
hann vildi ráða heyásetningu landseta sinna. »Blundketill
fór um haustið til landseta sinna, og segir að hann vill
hey-leigur hafa á öllum löndum sinum, eigum vér margt fó að
fóðra, en hey fást litil, ok vil ek ráða fyrir, hversu miklu
slátrað er i haust á hverju búi allra minna landseta, ok
mun þá vel hljða«. Landsetar hans sumir svikust þó um
að framkvæma ráðstafanir hans og komust i vandræði.2)

Jónsbók ætlast til að i heyskorti megi gera fjárnám i
heyjum þeirra er eigi vilja selja. »Nú þurfu menn i
bygð-um hey að kaupa, þá skal sá er þarf, fara til umboðsmanns
með tveggja manna vitni ok biðja hann þingstefnu ok nefna
skynsama menn til at rannsaka bygðir allar svá viða sem
þarf, ok þar er hey finst til afhlaups, ætli fyrst hrossum
bónda traðgjöf til sumars, sauðfé ok geitum til fardaga,
mjólkkúm til þings. En slikt sem þá hleypr af, seli sem

’) Búnaðarrit XX, bls. 208; XXI, bls. 99; XXII, bls. 318; XXX,
bls, 264—265. P. S. Brynning sauðfjár (Freyr IX, bls. 47—48). Um
vatnsgjöf og snjógjöf í Hirðing sauðíjár eftir Jón H. forhergsson 1912,
bls. 44-46.

’) Hæns’naþórissaga. Rvík 1892, bls. 6-7.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0372.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free