- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
371

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fóður sauðfénaöar

371

reynt til skepnufúðurs á Yestfjörðum meðan hvalveiðarnar
voru þar,1) og sumstaðar er kindum gefinn nýr hákarl, en
féð er mjög sólgið í hann og verður gott af.2) Fiskslóg af
ýmsu tagi hefir stundum verið notað til skepnufóðurs
eink-um fyrrum, barðir og súrsaðir hausar og dálkar úr fiski o.
fl.. en það mun nú óvíða gert, alskonar fiskúrgangi er
kast-að i sjóinn i veiðistöðvunum, svo fóður eyðist þar árlega
er nemur mörgum tugum þúsunda. Islendingar hafa á þann
hátt fleygt mörgum miljónum króna i sjóinn.3) Á seinni
árum hefir kindum verið gefin síld og síldarmjöl til
fóður-bætis4) sumstaðar. I harðindum hafa menn stundum gefið
hestum hrossaket og sauðfé kindaket til lifs, svo var t d.
sumstaðar gert 1836.5)

Aðferðin við heygjöfina er nokkuð mismunandi i
ýms-um héruðum og fer mikið eftir þvi hvernig til hagar með
fjárhús, hlöður og heygarða. Yiðast á Suðurlandi er það
venja að bera alt hey i meisum úr heygörðunum, sem eru
heima við bæi, til fjárhúsanna, sem eru á víð og dreif um
tún og haga. Heyið er þá mælt í meisum og eru 5 ær eða
6 lömb vanalega um kýrmeis. A Yesturlandi, Norðurlandi
og Austurlandi og sumstaðar á Suðurlandi eru viða hlöður
eða heytóftir við fjárhúsin og oftast garði i húsunum; þá
er heyið borið fram í garðann. Sumir gefa i garðann
með-an féð er úti og skilja við húsin opin, svo féð geti farið
inn jafnóðum og það kemur heim, en með þessu misjezt féð,
sumar kindur verða horaðar, aðrar i góðu standi. Önnur
aðferð er kölluð að »stúfgefa« og er hún þannig, að sá sem
gefur, mælir heyið í heystæðinu i »hneppum« og ber fram
í garðann, lætur á eitt stafgólfið og sækir svo annað og
lætur i það næsta, og svo koll af kolli. Hneppi er það af

lýsis (Freyr XI, bls. 83-86, 92—96). Magnús Finnbogason: Lýsi til
fóðurs (Freyr XI, bls. 133—134). ísafold 1914, nr. 61, 70, Almanak
fjóðvinafélags 1916, bls. 70-71.

’) Búnaðarrit IX, bls. 1C8-123.

2) Freyr IV, bls. 28.

») Búnaðarrit XXX, bls. 270—271.

4) Jón H. Porbergsson: Hirðing sauðfjár 1912, bls. 11—12, 47—49.

6) Th. Árfer^i á íslandi, bls. 234.

24*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0389.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free