- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
372

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

hevi kallað, sem menn taka i fang sér með beinum
hand-leggjum framréttum. Sá ókostur er við þessa aðferð, að
við það vill féð riðla hvað á öðru meðan verið er að gefa
á garðann og misjezt, þvi ekki kemst alt að heyinu i einu.
Til þess að féð njóti sem bezt og jafnast fóðursins, telur
Páll Stefánsson þá aðferð réttasta, að mæla gjöfina og bera
hana fram á garðann þannig, að fjármaðurinn gengur aftur
á bak fram úr heystæðinu, byrjar að hrista úr fangi sér
inst við hlöðudyrnar og dreifir jafnt á allan garðann fram
úr. í*annig ber liann hvert hneppið eftir annað, eftir þyí
sem fóð etur og hann gefur mikið, og fer ekki úr húsinu
fyr en féð er búið að eta og sér um, að alstaðar sé jafnt
í garðanum og ekki sé fyr búið á einum stað en öðrum,
Féð raðar sór þá á garðann jafnóðum og maðurinn gengur
eftir honum með fyrsta hneppið.1)

Beit og útigangur. Yér höfum áður nokkuð talað um
afróttir Islendinga og beitarlönd, og skulum vér hér aðeins
greina stuttlega frá ýmsu, er snertir vetrarbeit sauðfénaðar
og útigang. Af þvi gróðrarfar og veðráttufar er svo
mis-munandi i ýmsum landshlutum, er það mjög misjafnt hve
mikið má ætla upp á útigang og hve vetrarbeitin er góð.
í sumum héruðum á Suðurlandi, á láglendi. þar sem
slægj-ur eru mestar, eru innistöður fyrir sauðfé nærri allan vetur;
i öðrum sveitum gengur fó nærri altaf úti i bærilegum ár-

r

um. A Hornströndum er haft inni í 18 vikur þegar bezt
er, meðaltal 20 vikur á vetrum, en i harðindaárum 27
vik-ur eða meira. Yfirleitt eru beitarlöndin bezt i fjalla- og
dalasveitum, en víðast lakari á láglendinu; á útkjálkum og
sumstaðar i dölum eru mikil snjóþyngsli, svo snemma tekur
fyrir beit. Árferðið hefir afarmikil áhrif á beitina og lika
landslagið, sumstaðar getur snjór eigi lialdist til langframa,
sumstaðar liggur hann í stórum fönnum svo mánuðum skiftir,
stundum hindra hrakviðri og kafaldsbyljir útiganginn,
stund-um áfreðar, þó snjóar sóu litlir.

A fyrri öldum lifði mesti hluti sauðfénaðar íslendinga á

’) P. Stefánsson: Fjármaðurinn 1913, bls. 81-82.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0390.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free