- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
399

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

F.járkláði

399

Um haiistið 1762 fór fjársýkin að ganga um Árnessýslu
og fó drapst þar hrönnum svo að sumir mistu alt fó sitt;
árið eftir gekk fjárkláðinn enn um Árnessýslu og um
Borg-arfjarðar-,- Gullbringu- og Kjósarsýslur, 1764 útbreiddist
sýkin austur og vestur og gekk um Rangárvallasýslu,
Mýra-Snæfellsness- og Húnavatnssýslur, 1765 er hún komin í

r

Stranda- og Dalasýslur og í Skagafjörð. A alþingi 1766 er
sagt, að þá hafi fjárkláðinn eyðilagt nærri alt sauðfó frá
Jökulsá á Sólheimasandi suðvestur og norður um alt land
að Oxnadalsheiði, að Barðastrandar- og Isafjarðarsýslum
undanteknum.1) Petta er þó nokkuð orðum aukið í
þing-bókinni, því margar sveitir á þessu svæði höfðu enn eigi
orðið fyrir miklum kláðafaraldri, þó sýkin kæmi þar seinna;
en rótt er greint frá aðalútbreiðslu sóttarinnar. Voru þá
þegar margir farnir að skera niður, einkum i Dalasýslu og

r

afarmikið skurðarfé var rekið i alla kaupstaði. Arið 1767
var pestin einnig komin til Yestfjarða og var farin að
ganga um Isafjarðarsýslu og eystri hluta Barðastrandarsýslu,
en vestri hluti sýslunnar, milli Breiðafjarðar og
Arnarfjarð-ar var kláðalaus; voru þar haldnir bænadagar af öllum
prestum gegn sóttinni.2) Siðan var eftir konungsboði 1770
beðið móti fjársýkinni af öllum prédikunarstólum á landinu
i vanalegri kirkjubæn.3) I ýmsar sveitir i Isafjarðarsýslu er
sagt að fjársýkin hafi aldrei komið. Fjárkláðinn var hin
næstu ár enn að magnast á hinum umtöluðu svæðum og
gerði mikið tjón. Árin 1772—74 gekk fjársýkin um
Eyja-fjarðarsýslu og. komst á nokkra bæi í Pingeyjarsýslu, en 1775
var hún komin um allan vesturpart sýslunnar að
Skjálfanda-fljóti og árið eftir gekk hún fyrir austan fljót, en komst
aldrei austur fyrir Jökulsá á Fjöllum, svo
Norður-fingeyj-arsýsla. Múlasýslur og Skaftafellssýslur komust hjá
kláðan-um, því austur fyrir Jökulsá á Sólheimasandi komst hann
heldur ekki að sunnan.

Flestir embættismenn voru niðurskurðarmenn, þar á

’) Lögþingisbókin 1766, nr. 16.

2) fíréf Eggeits Olafssonar í Andvara I, bls. 191.

8) Árb. Esp. X, bls. 97.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0417.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free