- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
17

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

17

var ekki í einkennisbúningi, heldur í einhvers
konar þjóðbúningi, og hafði barðastóran
flókahatt á höfðinn, svo ekki sást nema
niðurandlitið. En eg tók þó eftir því, að augu hans
sýndust rauð í ljósbirtunni; það hefi eg séð á
fleirum, og gerir það ætíð einkennileg áhrif.
Af því eg var svo illa fyrirkallaður eftir
ferðina og samtalið við samferðamenn mina, hefði
eg heldur kosið, að þessi nýi fylgdarmaður
mina hefði verið líkari því som fólk er flest.

„Þú hefir verið fljótur í ferðum í kveld,
kunningi“, sagði aðkomumaðurinn á þýzku við
ökumann okkar.

„Herra Englendingurinn þurfti að flýta sér“.

„Og því hefirðu réðið honum til að snúa
aftur með þér — eg heyri vel — menn fara
ekki kringum mig — og eg hefi líka góða
hesta“.

Hann hló svo að skein í mjallhvítar
tennurnar.

„Fáið mér farangur hins náðuga herra“,
sagði hann, og allir samferðamennirnir
hjálpuðust að, svo að farangur minn var á
svipstundu kominn yfir í hinn vagninn. Síðan
steig eg út úr vagninum og ökumaður lyfti
mér upp í hinn vagninn fremur sterklega. Í
sama vetfangi var ökumaður kominn í sæti
sitt og tók í taumana; við þutum á stað. Eg

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free