- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
26

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

26

það sem þér hafið lyst á. Þér verðið að afsaka
að eg borða ekki með yður; eg hefi borðað
kvöldmatinn“.

Eg rétti honum bréfið frá húsbónda mínum,
Hawkins málaflutningsmanni. Hann las það
og rétti mér það síðan með alúðlegu brosi.
Mér þótti líka gaman að bréfinu. Það
hljóðaði svo:

„Herra greifi!

Eg er því miður svo þjáður af gigt, sem eg
á vanda fyrir, að eg get ekki tekist ferð á
hendur að sinni, en til allrar hamingju get eg
sent annan í staðinn minn, sem eg treysti
fyllilega sem áreiðanlegum og duglegum manni.
Það er ungur lögfræðingur og mjög efnilegur,
sem eg hefi þekt frá barnæsku, og er nú
aðstoðarmaður á skrifstofu minni. Eg get algerlega
ábyrgst, að hann hefir beztu þekkingu til að
bera, auk þess sem hann er þögull eins og
steinninn, og getið þér því að öllu leyti samið
við hann um húskaupin. Eg hefi sagt honum
fyrir, og sjálfur hefir hann líka aflað sér allrar
nauðsynlegrar fræðslu til undirbúnings ferðinni.
Eg mæli því sem bezt með honum, og er yðar
með virðingu auðmjúkur

Pétur Hawkins“.

Greifinn lyfti nú lokinu af fatinu á borðinu
og bauð mér aftur að sitja. Eg lét ekki segja

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free