Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
50
þá fanst mér eins og rafkraftsstraumur læsti
sig um mig.
Eg þreif í stólinn, sem næstur mér var, og
lagði hendurnar í kross á stólbakið, en hún
horfði stöðugt í augu mér. Mér kom ekki einu
sinni til hugar, að eg hefði átt að heilsa henni
og að eg hagaði mér bjánalega. En svo
var að sjá, sem henni virtist heldur engin
þörf á því að við værum að heilsast. Mér
fanst líka að við hefðum kynst lengi og
þyrftum því ekki að afsaka okkur hvort fyrir
öðru.
„Af hverju komið þér ekki upp?“ sagði hún
með sömu undrarödd og áður. Eg hefi aldrei
heyrt aðra eins rödd. — „Eg hugsaði að þér
munduð koma upp og heilsa okkur. Eg hefi
margt að ræða við yður“.
Eg reyndi að afsaka mig með því, að eg hefði
ekki vitað neitt um þetta flest, sem hún
mintist á.
„Rétt er það“, sagði hún, og hafði aldrei
augun af mér; „þér komið, þér komið. Það
er búist við yður".
Hún brosti smásaman og horfði enn stöðugt
á mig.
Blái ljóminn í augunum hennar var svo
magnaður, að mér fanst eins og geisli af
honum þrýsti sér inn í heila, og eg fann sárt
til.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>