- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
146

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

eða eg að koma i hans stað, tii þess að villa
sjónir. Siðan verður látið svo sem eg hafi
ver-ið staddur á öðrum stað en eg er á, á þeim

eða þeim tíma. Veggjarstéttin, sem naumast er
álnar breið, hlýtur að liggja að riði, þar sem
ganga megi ofan hallarvegginn. Á þann hátt
má því komast frá höllinni að baki hennar og
fara heim i hana aftur, þó allar dyr séu
lokað-ar og vindubrúin dregin npp.

Eg get nn skilið, af hverju greifinn hefir
ekki viljað hafa glnggana opna eftir dagsetur.
Hann hefir ekki viljað eiga undir því, að eg
yrði margs visari nm háttu hans. Hefði eg
hlýtt honum, hefði eg ekki heldur haft neina
vitneskju um neitt af þessu.

Það sem eg hefi nú komist á snoðir um er
frem-ur iskyggilegt fyrir mig — því ekki er að vita
hvaða glæpir mér kunna að verða kendir,
þeg-ar einhver annar hefir tekið á sig gervi mitt.

Ef greifanum kynni nú að detta í hug, að
láta mig hverfa skyndilega — og mig gruuar,
að eg hafi séð og heyrt alt of mikið til þess að
hann vilji sleppa mér héðan lifaudi — þá
hef-ir hann með þessu móti fundið ráð til þess að
verja sig gegn hvers konar grnn og ákærum.

Segjum nú svo, að Hawkins eða Vilma létu
ut-anrikisatjórnina og sendiherrann í Vín gera
ranu-sóknir, eða segjum svo, að menn yrðu seudir
hing-að til rannsóknar. Hver yrði þá niðurstaðan?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0152.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free