Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
Merc.: Þér hefur þá veitt heimsókn drottning
Möbb,
nærkona allra álfa; hún, sem kemur
í mynd, sem ekki’ er stærri’ en agatsteinn
í fingurhring á hendi borgmeistara;
hún ekur fram með ari sólargeislans
þvert yfir nefið þeim sem liggja’ í svefni;
hjólrimar vagnsins eru’ úr flugufótum,
en þak hans er úr engisprettu-vængjum,
en aktaumar úr ormavefi spunnir,
alt prýtt og stangað tærum tunglskins geislum;
úr veggjatrítlu langleggjum er svipan,
en ólin er úr mjúkum myglu-þræði,
vagnstjóri’ er Mý, eitt lítið, gráklætt grey,
svo langt um minni’ en lítill ormur, kreistur
úr latrar telpu þumli; kerran sjálf
er gjörð af tómri hesluhnot af smiðnum
Íkorna eða meistaranum Meli,
þeim æva-gamla Álfheims vagnasmiði.
Með þvílíkt glys hún ekur allar nætur
um elskandanna heila fram og aptur,
þá dreymir fólk um ástir; yfir knèn
á hirðmönnum, og hneigingar þá dreymir;
um lögfróðs fingur: fèvænlega dreymist;
um varir kvenna, og um kossa dreymt er,
en áblástrana opt hjá Möbbu fá þær,
er andi þeirra’ af sætabrauði angar.
Opt anar hún á embættismanns nef,
og óðar dreymir hann sèr nýjan titil;
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>