- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
25

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og stundum prikar hún með prestslambs rófu,
í prófasts nös, svo karlinn dreymir óðar
hann fái ný og betri brauðaskipti.
En stundum ekur hún um hermanns háls,
hann hyggst þá vera’ að kyrkja arga fjandmenn,
sèr vígskörð, launsát, spanskan dýrindal,
og dýki 15 álna, heyrir trumbur —
og hrekkur upp og blótar fjórar bænir
af bræði’ og skelk og sofnar við það aptur.
Hin sama Möbb er það, sem flèttar föxin
um nótt á hestum, og sem álfa-lykkjur
í illa greiddu hári kann að gjöra;
en leysa þær er ætíð auðnuleysi,
og þetta er maran, sem á meyjum liggur,
ef sofna þær á bakið, svo þeim lærist,
að bera lífsins byrði eins og konur.
Og hún, hún, hún —

Róm.: Nei, Mercútíó, þeg, þeg!
Þú ert að tala’ um ekkert.

Merc.: Víst, um drauma,
sem eru fóstur heimskufullra heila,
af hègiljum og ímyndunum getin,
eins lètt á vog og loptið, sem við drögum,
og óstöðugri en kaldinn, sem nú klappar
um freðið brjóst á Norðra, unz hann ergist
og dregur sig til dögg-glóanda Suðurs.

Benv.: Sá kaldinn blæs oss burt frá sjálfum oss;
gildið er búið; of seint víst mun orðið.

Róm.: Mig uggir helzt til snemma, því mitt hugboð
mèr spáir illu, sem nú yfir vofi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free