- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
35

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

sem himinboði, sem á björtum vængjum
sig birtir fyrir skelfdu auga pilgríms,
sem hrökkur við og horfir á með undrun
hinn fagra Seraf svífa gegnum skýin
og sigla inn í bláan himinstrauminn!

Júl. (afsíðis): Ó, Rómeó, því ertu Rómeó?
Tak annan föður, nefn þig öðru nafni,
eða’, ef þú vilt það heldur, eigðu mig,
og eg skal aldrei kallast Kapúlett.

Róm.: Á eg að svara eða hlusfa lengur?

Júl.: Þitt nafn er óvin minn og ekkert annað,
því sjálfur ertu þú, en enginn Montag,
og Montag er þó hvorki hönd nè fótur,
nè handleggur nè svipur, enginn limur
á líkam mannsins. Nefn þig eitthvað annað
því hvað er nafnið? Það sem nefnt er rós,
það ilmar eins, þótt öðru nafni kallist;
eins Rómeó, þótt nefnist ei með nafni,
er blessað afbragð allt eins fyrir nafnið.
Æ, Rómeó, kasta nafni og í nafns stað,
sem ekkert þýðir, þiggðu mig og eigðu!

Róm. (hátt; gengur nær): Svo statt þú nú við orð þín;
endurskír mig með unnusta þíns nafni; svo er þá
ei hjeðan af mitt heiti Rómeó!

Júl. (hátt): Seg, hver ert þú, sem hvarflar hèr um nætur,
og rasar um mín launmál?

Róm.: Listin er,
að segja hver eg er og nefna’ ei nafn mitt.
Eg hata, helga vera, eigið nafn mitt,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free