Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
því nafnið mitt það er þinn mesti óvin;
ef næði eg til þess, tætti’ eg það tii agna.
Júl.: Vart hundrað orð eg hefi enn þá drukkið
af vörum þèr, og veit þó glöggt hver hjalar:
Er þar ei sjálfur sonur Montags, Rómeó?
Róm.: Nei engill, hvorugt, ef þèr hvorugt líkar.
Júl.: Til hvers og hvernig komstu hingað yfir
svo háan garð og erviðan að klífa?
og hèr er bani búinn þèr og þínum,
ef einhver minna frænda fyndi þig hèr.
Róm.: Eg leið á ástar laufvæng yfir garðinn,
þvi ástin stöðvast ei af steingirðingum,
og allt sem ástin vill, það vogar ástin,
og hræðist því ei hindran frænda þinna.
Júl.: Ef sæi þeir þig, mundu þeir þig myrða.
Róm.: Ó, meiri háski býr í þínum augum,
en tuttugu sverðum; horf þú til mín hýrt,
það brynjar mig gegn bræði allra þeirra.
Júi.: Eg vildi’ ei fyrir veröld að þú sæist.
Róm.: Þeir sjá mig ei und nætur feldi falinn,
en sèrtu mín, þá mega þeir mig finna,
því stytti heldur hatur þeirra líf mitt,
en hjari það og vanti blíðu þína.
Júl.: Hver vfsaði þèr veginn hingað?
Róm.: Ást mín,
sem fèkk mig fyrst á stað, að leita vegar,
hún lèði ráð, en augun lèði eg.
Eg er ei kænn á sjó, en sætir þú
á yztu strönd, er sollinn særinn laugar,
eg sigldi skjótt að kaupa slíkan kjörgrip.
Júl.: Þú veizt að nóttin byrgir mig með blæju,
því annars reifði roði mínar kinnar;
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>