- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
48

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Merc.: Nú, er verra vel? Skýr er hún, mikið
skýr, mikið skýr.

Fóstr.: Sèuð þèr Rómeó, herra, þá vildi jeg fá
að tala við yður nokkur orð einslega.

Benv.: Hún býður honum víst heim í kvöldverð
á vissum stað.

Merc.: Mella, mella! — Viltu koma heim til
föður þíns, Rómeó? Við borðum þar í dag?

Róm.: Jeg kem síðar.

Merc.: Verið heilar, maddama góð! maddama
góð!

(Mercútíó og Benvólíó fara.)

Fóstr.: Heilir, — fyrir mèr! — Segið mèr, herra
góður, hvaða hákur var þetta, sem var svo fullur af
óþverra?

Róm.: Það er unglingur, sem þykir gaman að
heyra sig tala, og talar meira á mínútu, en hann
getur staðið við í mánuð.

Fóstr.: Segi hann nokkuð um mig, þá skal jeg
sýna honum sanninn; og þáð þó hann væri digrari
en hann er, og tuttugu öðrum eins glönnum í
viðbót; og geti jeg það ekki, þá finn jeg þá sem
færir eru. Ólukku hákurinn! jeg er engin af
gleðrunum hans; jeg er engin af hans spjátrungum. — Og
þú, Pètur, þú stendur hjá og lætur hvern dónsann
vaða upp á mig, eins og hann lystir!

Pèt.: Jeg sá engan vaða upp á þig, eins og hann
lysti; hefði jeg sèð það, þá hefði kutinn minn
komið fram; jeg þori á við hvern annan að bregða, fái
jeg færi á fallegri rimmu, og lög og rèttur sè mín
meginn.

Fóstr.: Það veit Drottinn, að jeg er utan við mig,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0054.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free