- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
60

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Róm.: Jeg ætlaði að stilla vandræðin.

Merc.: Hjálpa mèr til einhvers húss, Benvólíó.
Mig svimar; — þrífist aldrei ykkar ættir!
þær hafa mig að maðkafæðu gjört.
Nú hef eg meir’ en nóg. — Ó, illu ættir!

(Mercútíó og Benvólíó fara.)

Róm.: Sá ungi öðling, frændi borgarfurstans
og ástvin minn, er banasári særður,
til varnar mèr, og virðing mín er flekkuð
af Tíbalts hrópi—Tíbalts, þess sem gjörðist
minn frændi áðan fyrir tæpri stundu.—
Ó, Júlía, þín blíða bleyðir hug minn,
og bræðir niður hreysti minnar stál.

(Benvólíó kemur.)

Benv.: Mercútíó er látinn! Rómeó! Rómeó!
hin hrausta sál hans svífur yfir skýin;
hún undi hèr ei, fór því fyrir tímann.

Róm.: Hinn auðnulausi dagurinn í dag
mun draga með sèr þyngri sorgarhag.

Benv.: Þar kemur Tíbalt trylltur aptur; sjáðu.

(Tíbalt kemur.)

Róm.: Hann lifir! drambar! drepur Mercútíó!
til himins fari hlífð og þolinmæði,
en komi bræðin fram með eld í auga! —
Þú, Tíbalt, renn þú „níðings-þrælnum“ niður,
er nefndir þú mig, Mercútíós sál
er eigi liðin hátt í loptið tenn þá,
og biður þína sál að halda hóp,
og fylgjum honum, annar eða báðir!

Tíb.: Þú, vesalt gauðið, varst með honum hèr,
og vert’ og þar —

Róm.: Nú, sjáum þá og reynum!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0066.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free